afmæli dagsins í dag ...
30.4.2008 | 08:27
Jæja þá er nú þessi afmælismánuður að líða undir lok en í dag á stjúpdóttir mín afmæli og er tólf ára skvísa í dag. hún var vakin með afmælissöng og pínu litlum pakka sem var fallega innpakkaður en í pakkanum var ekkert nema miði sem á stóð auðvitað er þetta ekki rétta gjöfin kíktu fram á gang og þar beið rétta gjöfin hún fékk nefnilega alveg eins og systir hennar fékk þegar hún átti afmæli þann 8 apríl en við ákváðum að láta hana halda að hún fengi eitthvað allt annað en þær fengu Helys hjóla skó... Innilega til hamingju með daginn þinn elsku Alma Glóð mín ..
En ekki halda að þetta sé búið ó nei hún systir mín á afmæli í dag líka, Innilega til hamingju með afmælið elsku systir mín ...
en nú hlýtur að fara að koma að því að við getum farið að skottast með hjólhýsið út og suður þ.e.a.s ef olíuverðið fer ekki út fyrir hið óendanlega
Athugasemdir
Þessi elska var nú skrítin á svipinn þegar við komum með pakkann loksinns er afmælistarnarpakkinn búinn og við getum farið að huga að útilegum
Kristberg Snjólfsson, 30.4.2008 kl. 09:05
Til hamingju með dömuna alltaf gaman að geta komið á óvart
Kristín Jóhannesdóttir, 30.4.2008 kl. 12:47
Til hamingju með dömuna
Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.4.2008 kl. 20:42
Aprílmánuður, það er málið! Til hamingju með daginn ykkar og vonandi fer neysluverð ekki úr böndum svo þið komist í margar legur í náttúrunni!
www.zordis.com, 30.4.2008 kl. 21:35
Til hamingju með afmælið Alma Glóð. Til hamingju með stelpuna og með systirina lika.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.4.2008 kl. 23:29
Til hamingju með falllegu stelpuna Bestust mínFallleg nafnið hennar.
Solla Guðjóns, 1.5.2008 kl. 00:29
Til hamingju með dótturina og systir þína
Guðborg Eyjólfsdóttir, 2.5.2008 kl. 00:12
afmælisknús á liðið
Ólafur fannberg, 6.5.2008 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.