snyrt- og vikt
22.4.2008 | 15:26
Var aðeins að snyrta Bombuna mín í fyrrakvöld sem er svo sem ekkert nýtt en mér fannst eitthvað svo skrítnar augnabrúnirnar á henni, við nánari skoðun sá ég þá að það vantar í brúnirnar, líklega er þá prakkarinn hún Tívolí búin að rífa bita af henni en svo sem ekki mikill skaði skeður fyrst við erum ekki að fara á sýninguna í júní, ég var svo sem búin að hugsa um daginn ferlega eru druslulegar augnabrúnirnar á Bombu en spáði svo sem ekki meira í það fyrr en nú .
Ég viktaði þær Tívolí og Bombu í gær þær eru orðnar nákvæmlega jafnþungar 6,3 kg og Tívolí er rétt að verða 5 mánaða, Tívolí er líka svolítil bolla það þarf að passa að mæla það sem hún fær, getur étið endalaust og Bomba má ekki vera grennri það þarf að passa vel að hún borði svona er þessu misskipt hjá hundunum eins og okkur mannfólki..
Athugasemdir
Tívoli er bara einis og ég getur étið endalaust
Kristberg Snjólfsson, 22.4.2008 kl. 15:39
Þær eru flottar dömurnar. Veit ekki alveg með Kidda Þarftu nokkuð að snyrta augnabrýrnar hans?
Kristín Jóhannesdóttir, 22.4.2008 kl. 15:52
Við Tívolí virðumst eiga eitthvað sameiginlegt
Solla Guðjóns, 22.4.2008 kl. 19:14
Aumingja Bomba. Svona gengur þetta. Búið að rífa úr brúnunum. Flottar dömur Bomba og Tívolí
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.4.2008 kl. 19:18
Solla er Árni búin að tæta úr augnabrúninni á þér? Nehhh ............
Það er víst eitthvað hjá okkur öllum, of mikið eða of lítið.
voff!
www.zordis.com, 22.4.2008 kl. 22:10
Dugnaður í þér :)
Vatnsberi Margrét, 23.4.2008 kl. 15:27
Þetta er svona hjá okkur eldri týkinn ,mætti halda að hún væri með anorexíu .gengur ekkert að fita hana en Þruma blæs út og étur allt sem að kjafti kemur.
Hvað gerist svo þegar hann Frosti kemur frá Hrísey ?
Sækjum hann á morgun :) gaman gaman..
Gleðilegt sumar Magga og tak fyrir veturinn (bloggveturinn ).
Þ Þorsteinsson, 24.4.2008 kl. 08:38
Tívolí á nú ekki langt að sækja þetta, mamma hennar er ansi dugleg að borða og þarf að passa
Fríður Esther (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 16:30
gleðilegt sumar
Ólafur fannberg, 28.4.2008 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.