komið
10.4.2008 | 22:12
jamm rafvirkinn var að bögglast við þetta lengi lengi en allt í einu datt honum það snjallræði í hug að taka öll öryggin úr og vita hvað gerðist og viti menn bilunin fundinn á einhverju allt öðru öryggi, og þá fann hann líka út að öryggin eru ekki rétt merkt þannig að öryggi fyrir eldhúsið heitir herbergiog öryggið fyrir þvottahúsið heitir eldhús. þess má geta að þetta er æva gömul öryggistafla sem stendur til að endurnýja en ekki er hægt að sjá hvort öryggin eru í lagi eða ekki, bæði Kiddi og rafvirkinn voru búnir að skoða og sáu ekki annað en að öryggin væru í lagi við getum því sofið róleg í nótt án þess að vera með áhyggjur af því hvort að einhver vír væri í sundur á milli hæða sem neistaði rafmagni. Þar er sem sagt allt í góðu lagi núna en búið að eiða löngum tíma í spekuleringar og rífa í sundur rafmagnsdósirnar á öllum tenglum og ljósum í eldhúsinu og í þvottahúsinu svo var þetta bara öryggi . Næsta verkefni fyrir rafvirkjann hjá okkur verður að skipta um rafmagnstöflu þegar við komum til með að leggjast í breytingar á neðri hæðinni, kannski á þessu ári ef við verðum heppin, hann veit allavega hvert vírarnir liggja hér
Athugasemdir
Gott að það er búið að finna út úr þessu, ekki gott að leggja sig og vita ekki hvort að allt fuðri upp rétt á meðan. Mikilvægt að vita að rafmagnið sé í lagi.
'Oska þér góðrar og draumfagrar nætur
Sigrún Friðriksdóttir, 10.4.2008 kl. 22:16
Það er gott að hafa öryggi og aukna spennueins og Guðmundur segir.
Solla Guðjóns, 11.4.2008 kl. 00:22
Ágætt að hann þurfti ekki að klóra sér lengur í kollinum - Góð athugasemd hjá honum Guðmundi, tek undir hana.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.4.2008 kl. 05:58
gott að raforkan er aftur komin á
Ólafur fannberg, 11.4.2008 kl. 08:09
Fyndið að þetta skyldi gerast núna, manstu söguna um öryggið sem fór en rafmagnið fór ekki af hehe. Gott að það fór bara rafmangið af. Aldrei of varlega farið þegar hlutirnir eru orðnir gamlir.
Kristín Jóhannesdóttir, 11.4.2008 kl. 09:37
Bestu kveðjur. Gott að þetta er komið í lag.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.4.2008 kl. 11:00
Gott að stuðið sé komið fyrir helgi, ég meina rafmagnið ... Njótið helgarinnar.
www.zordis.com, 12.4.2008 kl. 18:04
Alltaf gott að vera í stuði :)
Guðborg Eyjólfsdóttir, 15.4.2008 kl. 11:07
voðalega eru hundarnir þínir sætir og sætir með þér á myndinni!
BlessiÞig
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.4.2008 kl. 12:54
Flott að þetta er komið í lag :)
Vatnsberi Margrét, 16.4.2008 kl. 15:49
MAGNAÐ-rafmagnað alveg hreint.
Kvitt kvitt og klemm. ( Þú ert að fara slá mér við í blogginu )
Bessý (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.