Börnin og matarboðin
31.3.2008 | 10:24
yngri krakkarnir okkar hafa verið með matarboð fyrir okkur í vetur einu sinni hvert. Þau elduðu öll rétti úr bókinni Ítalskir réttir hagkaupa sem kom út fyrir síðustu jól og þetta heppnaðist með eindæmum vel hjá þeim öllum, þau fengu örlitla hjálp frá hjálparkokkunum ( okkur foreldrunum mér og Kidda ) eins og þið sjáið á myndunum þá er ekki annð að sjá en þetta séu upprennandi snillingar í eldhúsinu.
Lilja Björt byrjaði í febrúar og var með parmaskinku með geitaostasósu í forrétt, naut(átti að vera kálfakjöt en var ekki til) Milanese með spaghetti í tómatsósu í aðalrétt og heita súkkulaðiköku með vanilluís í eftirrétt
Alma Glóð var svo næst 4 vikum seinna hún bauð upp á parmaskinku með geitaostasósu í forrétt, grillað nautaribay (sem var auðvitað grillað lítið til þess að steikin væri rear) með grilluðum kartöflum og í eftir rétt var hún með heita súkkulaðiköku með vanilluís.
Bjarni Freyr eldaði svo núna um helgina hann bauð upp á Parmaskinku með geitaosti og rucola salati í forrétt og í aðalrétt var hann með grillaðar nautalundir með rucola salati dass af balsamic edik og ferskur parmesanosti yfir kjötið var kryddað með nautakjötskryddi Argentínu og grillað létt þannig að allir fengu steikina rear og í eftir rétt var hann líka með hina sívinsælu heitu súkkulaði köku en hann vildi bara vera með fersk jarðarber með .
þeim fannst þetta svo rosalega gaman að það er búið að ákveða að gera þetta aftur næsta vetur og okkur er nú bara farið að hlakka til öllum, gaman að fá svona góðan mat eldaðan af svona góðum kokkum . hér eru linkar á myndir af matarboðunum Bjarni Freyr Alma Glóð Lilja Björt en þessar myndir eru á síðuni hans Kidda míns.
Athugasemdir
Þetta er búið að vera frábært að gera þetta með börnunum, hlakka til að gera meira af þessu
Kristberg Snjólfsson, 31.3.2008 kl. 11:02
MMM nammi namm, snilldar krakkar sem þið eigið Sniðug hugmynd !!!
Sigrún Friðriksdóttir, 31.3.2008 kl. 11:18
Hæj !! Já ég sá þetta á síðunni hjá Kidda.Mér finnst þetta frábært og til fyrirmyndar og eftirbreytni.Og þrælskemmtilegar myndir af krökkunum og gaman að sjá hvað þau bera sig fagmannlega.
Knús á þig sæta
Solla Guðjóns, 31.3.2008 kl. 11:21
Flottir og duglegir krakkar...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 31.3.2008 kl. 11:31
Til lukku með krakkana þið eruð frábær
Kristín Jóhannesdóttir, 31.3.2008 kl. 11:52
Æðilega eru þetta flinkir krakkar. Þetta er nú sniðugt að gera. Gott fyrir fjölskyldutengslin.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.3.2008 kl. 18:31
Frábærir kokkar þarna á ferð og girnilegur matur :)
Knús á línuna
Vatnsberi Margrét, 1.4.2008 kl. 11:36
Já. þetta er sannkallað fjölskyldulíf. Stemming og ánægjan leynir sér ekki! Hér vaxa ánægðir ungir einstaklingar í faðmi foreldranna.
Bestu kveðjur.
www.zordis.com, 2.4.2008 kl. 18:08
Úps sé að ég hef ekki skilið eftir mig spor síðast. En jömmí hvað manni langar í eitthvað gott þegar maður sér þessar myndir. Frábær hugmynd
kvitt kvitt.
Bessý (IP-tala skráð) 5.4.2008 kl. 10:26
Flott hugmynd, ætla að stela henni þegar mínar eru orðnar aðeins eldri
Guðborg Eyjólfsdóttir, 6.4.2008 kl. 08:47
Til hamingju með afmælið skvís
Vatnsberi Margrét, 6.4.2008 kl. 10:39
Skemmtileg hugmynd!
Til hamingju með daginn skvísa!
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 6.4.2008 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.