jammarinn sko.
15.3.2008 | 10:39
eða kannski bara lélegur djammari. Okkur var boðið út að borða og í leikhús með vinnunni minni á fimmtudagskvöldið, fórum á Rossopommodoro og svo á Sússi kristur súperstjarna, það kom mér á óvart hversu gott verk þetta er þar sem ég var búin að heyra annað, heyrði að Krummi getur sungið ( hef nefnilega bara heyrt hann öskra)en þetta var bara fínt. Í gærkvöld var okkur boðið af tengdaforeldrum mínum á árshátíð hjá Brigde ( er fjárfestingafélag sem við erum í ) hún var haldin í Gullhömrum. Maturinn var frábær, Gunni Helga var veislustjóri og fórst honum það vel úr hendi . Við stemmdum á að vera komin heim seint og ég sagði við Bjarna Frey að við yrðum örugglega ekki komin heim fyrr en í fyrta lagi svona un eitt eða tvö ..En þar sem við erum svo miklir djammarar þá vorum við komin heim um ellefuleitið dugleg við he he. jæja kannski verðum við duglegri í djamminu síðar.
Athugasemdir
Skál
Kristberg Snjólfsson, 15.3.2008 kl. 11:25
Iss lélegir djammarar .. hihihhi En þið virðist samt hafa "kósað" ykkur og það er það sem skiptir máli :)
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 15.3.2008 kl. 14:11
Alltaf gott að komast heim ... eg fór í gær með 2 öðrum konum og var orðin langeyg eftir að geta skriðið í kúrinn minn
www.zordis.com, 15.3.2008 kl. 14:55
Gunni Helga... flott nafn
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.3.2008 kl. 18:31
Þið eruð greinilega í svipuðum gír og ég og minn maður fórum á hótel í Reykjavík og út að borða og ætluðum á djammið, en vorum komin á hótelið fyrir 1, kanski eru það árin sem eru að færast yfir okkur haha
Guðborg Eyjólfsdóttir, 15.3.2008 kl. 21:45
skál í boðinu
Margrét M, 15.3.2008 kl. 22:51
Æðislega að þið hafið skemmt ykkur vel.
Dásamlega þakkir frá þér til mín á blogg mínu í commentinu. Þú ert yndisleg!
Kv Bessý
Bessý (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.