fyrsta snyrtinginn.

Við tókum Tívolí í fyrstu almennilegu snyrtinguna í gær,hún var skafin, reitt og rökuð eins og vera ber, þá breittist hún ansi mikið og er komin með dálítið schnauzer útlit , þetta tók okkur hjónin 2 klukkutíma,, set inn fyrir og eftir myndir .

Fyrir -Tívolí tæpl. 15 vikna gomul orðin dálítið mikið loðin .

 Tívolí

er að klára .

 

Eftir- Tívolí orðin fín og sæt , hún var það svo sem fyrir en komin með schnauzer útlit núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Mikið svakalega eruð þið flott að sjá um klippingu á dúllunni!

Tívolí er bara flott, til hamingju!

www.zordis.com, 9.3.2008 kl. 12:08

2 identicon

Hún er flott svona með nýju klippinguna.

Úff tveir tímar í klippinguna, jæks ekki fyrir mig þessa óþolinmóðu.

Flottar myndir. Gaman að sjá hversu mikil breyting verður á einum hundi.

Knús og klemm. 

Bessý (IP-tala skráð) 9.3.2008 kl. 12:54

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Dúllan  

Þið þolinmóð held ég hefði skellt henni á stofu

Vatnsberi Margrét, 9.3.2008 kl. 16:37

4 Smámynd: Margrét M

ja sko það er voða gaman að geta gert þetta sjálfur . sérstaklega þar sem þeta þarf að gera að lágmarki 4x á ári þá er gott að þurfa ekki að borga lágmark 7000 kr fyrir hvora , ég skelli þeim á stofu þegar þær eru fara á sýningu .

hef reindar einu sinni borgað 15000 kr fyrir snyrtingu á Bombu, fyrir þar síðustu sýningu . þá var hún með mikinn undirfeld og frekar flækt

Margrét M, 9.3.2008 kl. 16:52

5 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Þú ert ekkert smá dugleg  

Kristín Jóhannesdóttir, 9.3.2008 kl. 17:20

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

En hvað hún er flott. Dugnaðurinn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.3.2008 kl. 18:37

7 Smámynd: Þ Þorsteinsson

þetta margborgar sig,vaá þvílíkt verð dýrara að fara með hund en konu til rakarans:)

Flott hjá ykkur um að gera að bjarga sér sem oftast.

Þ Þorsteinsson, 9.3.2008 kl. 22:00

8 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Vá hvernig ferðu að þessu, ég er einu sinni búin að reyna að klippa mína dúllu og það gekk svona upp og ofan, ertu með svona borð með ól á, er það betra ? Ég er ekki að tíma að borga fleiri þúsundir fyrir klippingu, ég reyndar náði aðeins að klippa hana frá augunum og svona aðeins að snyrta með rakvélinni, get ég fengið lýsingar hjá þér hvernig er best að gera þetta :) Ég ætla að adda þér sem bloggvinur og vona að þú samþykkir mig

Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.3.2008 kl. 23:46

9 Smámynd: Margrét M

já Guðborg, bara velkomin í hópinn, þessi linkur hjálpar mikið við snyrtingu http://asp.internet.is/kolskeggur/snyrting.html en ræktandi Bombu kenndi mér mest, ég er að læra þetta smátt og smátt og á mikið eftir ólært enþá en ef ég get verið þér innan handar þá er það velkomið .

Margrét M, 10.3.2008 kl. 08:34

10 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Þakka þér kærlega fyrir þetta nú get ég farið að stúdera og æfa mig  Ég er með blöndu af terrier og bichon frise

Guðborg Eyjólfsdóttir, 10.3.2008 kl. 08:43

11 Smámynd: Margrét M

humm . það er örugglega önnur aðferð við það held ég

Margrét M, 10.3.2008 kl. 09:45

12 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Já ég gæti ´trúað því :) þegar ég fór að lesa um hvernig ætti að gera þetta haha, ég þarf tildæmis ekki að reyta mína dömu sko, það þarf bara að klippa hana, en maður fær allavega smá tip hvernig er hægt að gera þetta. En mig langar að forvitnast ertu með borð með ól til að klippa hana? Þegar ég klippti mína þá var ég bara með hana uppi á borði og klippti og það gekk svona misjafnlega hún var aldrei kjurr , en svo þegar ég tók í hnakkadrambið á henni eins og Voffamömmur gera við hvolpana sína þá róaðist hún niður og ég gat svona aðeins klippt hana :)

Guðborg Eyjólfsdóttir, 10.3.2008 kl. 11:57

13 Smámynd: Margrét M

já er með borð með gálga, þar er ól ..

en ég nota ekki gálgan, mér finnst það verra hér eru borð á góðu verði http://liba.is/?category=14  ég keypti borðið mitt þarna , líklega var það á innan við 10 þús

Margrét M, 10.3.2008 kl. 12:31

14 Smámynd: Solla Guðjóns

Alger krúttlingur

Solla Guðjóns, 10.3.2008 kl. 13:43

15 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Rosalega sæt :) thetta er greinilega meira en bara ad klippa... heilmikil kunst.

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 10.3.2008 kl. 19:37

16 identicon

Ja hérna ,þvílíkt sæt og fín dama hjá þér,alger rúsína ,flott að gera þetta sjálf,en það kemur mér ekkert á óvart frænka mín ,með þína laghentu putta,en ynnilega til lukku með afmælið ykkar elskurnar.bið ynnilega að heilsa krökkunum,LOVE YOU ,Didda.

Didda frænka (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband