sýninginn
2.3.2008 | 16:17
Bomba fékk ekki eins góða dóma í dag eins og síðast, ræktandanum og fleirum fannst þetta afar undarlegt, þetta skiptir kanski ekki máli því fróðir segja að dómararnir séu afskaplega mismunandi og dæmi misjafnlega, margir fengu slaka dóma í dag hjá þessum dómara sýndist mér það er víst afar misjafnt hverju dómarar eru að leita eftir .
Við sýnum væntanlega ekki á júní sýninguni, getum auðvitað ekki tekið frí frá útilegum en mætum á október sýninguna með báðar tíkurnar..
Athugasemdir
Þið takið þetta næst!
Já, eruð þið hjónakornin farin að huga að sumarþeytingi um landið það verður gaman að fylgjast með "hjólhýsalífinu" ...
www.zordis.com, 2.3.2008 kl. 17:15
Þetta var bara svindl
Kristberg Snjólfsson, 2.3.2008 kl. 17:42
Þeir sem unnu geta þó glaðst yfir lélegum dómurum...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.3.2008 kl. 17:50
Heyrru vinur!
Hvað gerir til með þessa blessaða dóma,mér sínist bara allar myndir jafn yndislegar af þessu afkvæmi ykkar,hvernig sem dómar fara framm eða aftur ha,eru þær bara ekki alveg jafn milkil krútt eftir sem áður.
Æ bara smá vangaveltur hjá mér,bið bara vel að heilsa krúttan mín,þín vinkona í sveitinni.
Sveitakonan. (IP-tala skráð) 3.3.2008 kl. 11:33
þetta er þrotlaus vinna í nokkur ár að vera með hunda og fá þá dæmda eins og maður vill,máli er bara að dómararnir eru misjafnir og leita eftir misjöfnum eiginleikum í fari og byggingu hundsins(eins og þið vitið það ekki nú þegar ) bara hafa gaman af og með gleði og smá svekkelsi með
líki þessu stundum við lottóvinning maður spilar með en fær ekki alltaf vinning (bölvuð lýi er í þér þú vinnur aldrei)
kveðja
Þ Þorsteinsson, 3.3.2008 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.