vikublogg
16.2.2008 | 10:54
ætlaði að dorma upp í rúmi en Tívolí og Bomba voru með svo mikil læti að ég gafst upp og þegar ég kom niður aftur þá lagðist Tívolí við fæturna á mér og sofnaði notaði inniskóinn minn fyrir kodda, svo mikið krútt . Tívolí virðist ekki alveg vera í lagi þ.e.a.s það er líklegt að hún sé með eitthvað ofnæmi sem lýsir sér í þannig að hún andar eins og henni sé ofur heitt og hóstar annað slagið á meðan núna í vikuni var þetta svona í c.a hálfan sólarhring okkur fannst þetta heldur óeðlilegt svo ég hringdi í dýralækni í gær til að vita hvort að þetta gæti mögulega talist eðlilegt, dýralæknirinn sagði svo ekki vera og taldi líklegt að hér væri ofnæmi á ferðinni sem gæti verið erfitt að meðhöndla, vildi bara fá að skoða hana áður en meira væri sagt, ég vona bara að þetta sé í lagi og við förum auðvitað með loðna barnið til læknis.
Á valentínusardaginn þegar kom ég heim úr vinnunni beið eftir mér stærðarinnar blómvöndur frá mínum yndislega eiginmanni hann er svo yndislegur þessi elska að það er með ólíkindum, unaðslegt að eiga þennan mann hann er svo mikið krútt.
Núna er ég búin að fara yfir það sem þarf með starfsmanni sem tekur við af mér í gömlu vinnuni minni og er farin að gera ekki neitt nema að finna mér lausa tölvu skoða blogg og fréttir og láta mér leiðast og láta daginn líða, þannig að það hlítur að fara að líða að því að ég geti farið að byrja að fullum krafti í nýju vinnuni, enda verður maður frekar áhugalaus í gamla starfinu um leið og maður er búin að segja upp .
Athugasemdir
Vona að þetta sé ekkert alvarlegt með Tívolí.
Vatnsberi Margrét, 16.2.2008 kl. 12:44
er hún ekki bara með ofnæmi fyrir vorinu :)eða sjálfum sér .doktorinn finnur út úr þessu eflaust.
Hvað fara að gera og hvað varstu að gera ? einn sem ekki veit eða man ekki.
kveðja Steini
Þ Þorsteinsson, 16.2.2008 kl. 13:26
Litli voffulíus, vona að lausnin sé einföld og að hún sé EKKI með ofnæmi.
Laugardagslukkuknús inn í daginn. Já það er nú ekki að spyrja að honum krútta. Konan á mínum bæ fór og keypti rósirnar sem ilma og fegra umhverfið!
www.zordis.com, 16.2.2008 kl. 14:08
Ææ greyið vonandi eldist þetta bara af henni, einhverskonar hvolpaeitthvað eins og hjá börnum Til lukku með rósirnar og kallinn.
Kristín Jóhannesdóttir, 16.2.2008 kl. 16:28
Steini ég er að fara að vinna í tollskýrslugerð og sjá um greiðslu reikninga á nýja vinnustaðnum
Margrét M, 16.2.2008 kl. 20:18
Vonandi er ekkert að Tívolí
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2008 kl. 22:26
Hæ til lukku með "ðe njú djobb"eða þannig,góð í enskuni sko,heyrðu vona að það sé ekki alvarlegt að litlu loðnu stelpunni ykkar. bestu kveðjur, frænka.
Didda frænka (IP-tala skráð) 16.2.2008 kl. 22:45
Sunnudagsknús
Solla Guðjóns, 17.2.2008 kl. 11:23
Kvitt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.2.2008 kl. 18:49
Til hamingju med nyja starfid! :) Greyjid Tivoli, vonandi ekkert alvarlegt!
Kvedja OK
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 19.2.2008 kl. 08:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.