Ekki mikill tími fyrir bloggið.
10.2.2008 | 10:40
Það hefur ekki verið mikill tími fyrir blogg eða bloggrúnta þessa dagana svona rétt á meðan ég er að kenna mitt gamla starf og læra það nýja, slökkt á msn-inu þar til ég tek alveg við því nýja ..
Forvitnin rak okkur hjónakrúttin til Njarðvíkur í gær til góðra vina okkar sem urðu fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að hjólhýsið þeirra(sem þau keyptu í haust) fauk á nýja jeppann þeirra úff .hjólhýsið þeirra ónýtt og jeppinn stórskemmdur en sem betur fer urðu eingin meiðsl á fólki það er fyrir mestu og tryggingarnar bæta væntanlega tjónið en ofboðslega svekkjandi að lenda í þessu . Þau buðu upp á nýbakaðar pönnukökur með rjóma umm rosa gott , takk fyrir mig .
Ekki stoppuðum við lengi þar sem að minn heittelskaði hafði pantað borð fyrir okkur snemma í vikunni á góðum stað sem hann vildi ekki uppljóstra, svo við gerðum okkur fín og sæt ( eru það svo sem alltaf ) og leigubíll sótti okkur og keyrði okkur í Perluna þar sem við snæddum af matseðlinum "allt í steik" það var parmaskinka í forrétt svo humarsúpa svo nauta fille og loks súkkulaði frauð þessu var skolað niður með ágætu rauðvíni sem þjónninn mælti með loks fórum við á barinn og fengum okkur kaffi .. þetta var hin besta máltíð þjónninn hefði getað gert betur með vínið en það var samt alveg ágætt , gaman að vera boðið svona út af elskunni sinni af og til ,lífgar svo upp á tilveruna sem er svo æðisleg annars eftir að ég kynntist þessari elsku sem er eiginmaðurinn minn.
Tívolí stækkar með ógnar hraða og er farið að trítla upp og niður stigana þó svo að hún sé aðeins tæplega 11 vikna gömul, bætir við sig tæplega hálfu kílói á viku algjört krútt. En því miður kom hún með flösumaur með sér þegar hún kom til okkar blessunin og smitaði Bombu líka, það hefur verið meðhöndlað af dýralækni núna og er bara í lagi í dag. Flösumaurinn kom í gotið með hvolpi sem kom úr en öðru goti en ræktandinn var svo elskuleg að taka hann inn í sitt got þar sem að hann var að verslast upp en braggaðist fljótt með fóstur systkinum sínum en bar því miður með sér flösumaur sem smitaðist í hina hvolpana en uppgötvaðist ekki fyrr en eftir að þeir fóru á ný heimili svo að ekki er við ræktandann að sakast, þetta er ferlegt sjokk fyrir ræktandann held ég að komast að þessu þegar búið er að láta hvolpanna frá sér líka vegna þess að þetta er tiltölulega auðvelt að meðhöndla en því miður smitast þetta á milli dýrana svo að það varð líklega fullt af hundum sem smitaðist allt vega þess að sá sem átti hvolpinn sem var tekin aukalega í gotið lét ekki vita um leið og þetta fannst hjá honum, dulítið fúlt og svekkjandi .
Athugasemdir
Flösumaur, æj æj! Gott að það sé þó hægt að laga það þótt seint hafi uppgötvast! Kanski þú setjir inn nýja voffamynd af pæjunum.
Krúttið þitt er ofurrómantískur því er ei að neita, æðislegt að lyfta sér svona í skammdeginu!
www.zordis.com, 10.2.2008 kl. 11:09
Sammála síðasta ræðumanni, þú átt óttalega rómantískan kall hehe. Alltaf gaman að láta koma sér á óvart.
Kristín Jóhannesdóttir, 10.2.2008 kl. 13:39
Til hamingju med nyja starfid.. Flott ad romantikin blomstar ! :)
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 11.2.2008 kl. 12:23
Þið eruð æði og geyslið alltaf :)
Flösumaur oj
Vatnsberi Margrét, 11.2.2008 kl. 14:30
Ég vill fara út að borða... (fann fyrir smá öfund )
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.2.2008 kl. 19:04
Svo mikill riddari Krúttlingurinn........og flott að búið sé að granda fjandans maurnum.
Solla Guðjóns, 12.2.2008 kl. 01:57
Gott hjá þínum að bjóða þér út að borða, minn keypti ægilega fína steik og ætlaði að elda handa mér til að krydda aðeins rómantíkina sérstaklega þar sem ég ligg í flensu, hann hentist upp úr sófanum kl. 19.30 þegar hann mundi eftir steikinni í ísskápnum hahahahahaha hann var samt krútt með skömmustusvipinn.
Álfhildur (IP-tala skráð) 15.2.2008 kl. 20:05
he he sé Óla í anda
Margrét M, 16.2.2008 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.