bíó og fleira

fórum  í bío í gær á "Þetta er ekkert mál " heimildarmyndina um Jón Pál, bara stórfín mynd lýsir vel skemmtilegum karakter sem Jón Páll var,þessi mynd er svolítið sorgleg í restina en það er líka bara allt í lagi .myndin er þess virði að sjá hana ,sértaklega ef að maður man eftir Jóni Páli.Brosandi

Ég hringdi eitt símtal í dag til  eins vinar hans Kidda, hann er að vinna hjá bandaríska sendiráðinu hann var innan við 5. mínútur að segja mér hvernig frænka mín ætti að geta fengið ríkisborgararéttinn sem henni vantar, ekki amalegt það .. ok þá ætti það mál að vera úr sögunn,ég er búin að skrifa henni og láta hana vita hverskonar snilldar vini við eigum og þá er bara að vita hvernig þetta gengur hjá henni..Glottandi

Kiddi skrifaði 4x4 klúbbnum bréf og sagði okkur úr klúbbnum og bað um að öll skrif sem við kæmu honum yrðu þurkuð út ( við vorum skráð undir hans nafni í klúbbin) við viljum ekki tilheyra þessum klúbb lengur þar sem að það eru orðin mikil leiðindi í kring um þetta . þeir útilokuðu okkur t.d. fyrir það eitt að þekkja tvo menn sem voru útilokaðir frá klúbbnum ,hallo, er ekki í lagi með fólk , þetta væri eins og ef að vini þínum væri stungið í fangelsi þá væri þér og öllum sem hann þekkja stungið inn líka ..humm þetta er nú bara Öskrandi doh...

Verð nú bara að bæta þessu við út af umræðum um hraðakstur og dauðaslys ,sá frétt í Blaðinu sem eflaust margir hafa lesið um rúmlega tvítugan dreng sem segist hafa misst prófið eftir að hafa verið tekin á 100 km. hraða innanbæjar og hafði áður lærbrotnað er hann velti bílnum sínum á miklum hraða,segist vera með mynd af bílnum gjörónýtum upp á vegg til að mynna sig á hvað hann slapp vel ,samt lætur hann sér ekki segjast og segist ekki stofna öðrum í hættu með þessum hraðakstri . Hann er alveg að gleyma að það eru aðrir vegfarendur en hann sem fara um göturnar . lesið þessa frétt þetta er fáránlegt  www.vbl.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1827  þetta er slóðin á forsíðu Blaðsins þetta er þar .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Get trúað að myndin um Jón Pál sé góð enda var þarna á ferðinni oðlings drengur.

Frábært að eiga góða vini og gott að úr rættist hjá frænku þinni.

Það er alltaf leinlegt og þegar meðlimir félaga fara yfir strikið.

Vatnsberi Margrét, 4.10.2006 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband