Tivoli og Bombu fréttir
23.1.2008 | 21:21
Tívoli stækkar hratt þessa dagana við vigtuðum hana í kvöld og hún var búin að bæta við sig 35o grömmum á 6 dögum .
Bomba er voða góð við Tívolí og passar hana vel, það er ferlega gaman að fylgjast með þeim þegar þær eru að leika sér, svo borða þær saman líka og Bomba þvær Tívolí í framan þega þær eru búnar. Bomba lætur vita ef maturinn er búin úr skálinni eða ef Tívolí gerir stykki sín á gólfið svo passar hún voða vel að Tívolí detti ekki fram úr sófanum ef hún sefur þar, annars er stubbalína farin að hoppa niður úr sófanum sjálf og reina fara niður stigan í stofuna.
ekki seinna vænna að fara að kenna Tívolí að standa , hún verður nú líklega ekki sýnd fyrr en í október en Bomba verður sýnd aftur í mars ég skráði hana áðan verðum náttúrulega að fara aftur fyrst hún fékk meistarastig
Athugasemdir
Æ hvað þær eru sætar - þurfum að fara að kíkja á þær hjá ykkur. Tívolí og Bomba..... hvaðan skildi nafngiftin koma....?
Lauja, 23.1.2008 kl. 21:37
já hvaðan skildi hún nú koma
Margrét M, 24.1.2008 kl. 08:37
Humm Lauja áttir ´þú ekki þátt í þessu ?
Kristberg Snjólfsson, 24.1.2008 kl. 08:39
Mikið er Bomba orðin stór. En havð þær eru sætar.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.1.2008 kl. 11:56
sætir
Ólafur fannberg, 24.1.2008 kl. 13:54
Gaman hvað Bomba er góð við Tívoli því það er ekki alltaf Og stærðarmunurinn á þeim mar vááá
Kristín Jóhannesdóttir, 24.1.2008 kl. 18:57
Voruð þið að gera Tivolí - kökur ?
Rosalegar dúllur sem voffalingarnir ykkar eru! Gangi ykkur vel með Bombu og Tivolí
www.zordis.com, 24.1.2008 kl. 19:32
Rosalega er hundurinn fallegur. Til hamingju með meistarastigið á hundinum. Greinilega hugsað vel um hundinn ( Þá báða ) í alla staði.
Kvit kvitt og ~ ~ ~ ~ nokkur spor.
Bessý.... (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 12:30
Þær eru bara sætastar
Knús á ykkur
MogM (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 19:15
Er í krúttkasti
Solla Guðjóns, 25.1.2008 kl. 19:33
Gaman að fylgjast með dúllunni, og gaman að heyra að vel gengur
Fyrir áhugasama bendi ég á að bróðir Tívolí, hann Elvis Presley er að leita af heimili ;) Hann er bara sætastur eins og systir sín og í sama lit.
Fríður Esther (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 00:52
Það er eiginlega kominn tími á að renna við í hjá ykkur og skoða "sprengjurnar"
btw. Ertu byrjuð að taumþjálfa Kidda svo hann verði sýningarhæfur ?
Ingvar, 26.1.2008 kl. 11:51
já er ekki komin tími á ykkur ...nei hann er alltaf laus hann Kiddi minn enda er ekki gott að vera að sýna hann ,best að eiga hann út af fyrir sig .
Margrét M, 26.1.2008 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.