jóla
30.12.2007 | 20:57
Jólin liðu eins og draumur með börnunum okkar, þau voru öll heima á aðfangadagskvöld það var yndislegt,þar sem að ekki eru allir sammála um hvað er besti jólamaturinn þá vorum við vorum með bæði hamborgarhrygg og ferskan svínahrygg sem heppnaðist svona líka glimrandi fórum svo í jólaboð til mömmu og pabba á jóladag sem var skemmtilegt að vanda og þá vorum við með árlegt jólaboð Kidda fjölskyldu heima hjá okkur það heppnaðist að sjálfsögðu bara ferlega vel kláruðum meira að segja að þrífa og skúra um kvöldið það er náttúrulega ekki nema von við erum svo ofboðslega duglegt og drífandi fólk sér í lagi Kiddi alltaf fyrstur að taka sér tusku í hönd ( haldið þið að þetta sé satt að Kiddi sé tusku óður )
Á morgun erum við búin að bjóða gestum í mat ( kalkún a-la Magga) og sprengju skemmtun ( áramóta sprengjur a-la Kiddi og Ingi ) svo verða gestirnir fleiri þegar dregur nær áramótum þá koma Ingi og Lauja með sín börn .. það verður spennandi að vita hversu miklu þeir bræður ná að skjóta upp sökum veðurfars ... vona að þið eigið slysalaus og ánægjuleg áramót .Takk fyrir góða bloggsamveru á árinu sem er að líða
skelli inn nokkrum myndum frá jólahaldi í albúm sem heitir "jól 2007"
Athugasemdir
Hvað meinarðu Magga ? ég sem er alltaf með tuskurnar á lofti. Já ég verð líka að hjálpa Inga með að sprengja ekki það að ég hafi áhuga heldur er málið að ég vill ekki gera Inga það að vera einn að skjóta upp.
Kristberg Snjólfsson, 30.12.2007 kl. 22:35
vonandi að Kiddi verði meira með tuskurnar á nýju ári svo þú getir klappað hundunum meira :) .Það er frekar auðvelt að koma sér í skot stuð er ef maður er af sterkara kyninu ,maður fyllist af svo mikilli karlmennsku þegar maður er úti við kveikjuþráðinn og gengur rólega örlítið frá brennandi þræðinum.
Held að ég verði ekki með neinar kannski 2-3 rakettur , og leyfi Auði að kveikja á þeim.
Óska þér og þínum gleðilegt nýtt ár og megi nýtt ár verða ykkur heilladrjúgt
Þ Þorsteinsson, 30.12.2007 kl. 23:42
Flottar jólamyndirnar og æðislegt hjá ykkur að vera með tvíréttað! Þá er eitthvað fyrir alla á þessum góða tíma sem aðfangadagur er! Ég rak augun í malt og appelsín ..... ekta gott!
Njótið ykkar saman og þótt Krútti verði tuskuóður þá má örugglega venja hann af þeim ósóma!
www.zordis.com, 31.12.2007 kl. 00:21
flottar myndir
Ólafur fannberg, 31.12.2007 kl. 08:20
og gleðilegt ár takk fyrir bloggsamveruna á því sem er að líða.
Ólafur fannberg, 31.12.2007 kl. 08:20
Óska ykkur gleðilegs árs og vona að nýja árið verði ykkur gott og gæfuríkt.
Arna Ósk (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 14:01
Gleðileg jól og gleðilegt nýtt ár
Kolla (IP-tala skráð) 31.12.2007 kl. 14:25
Gleðilegt nýtt ár.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.1.2008 kl. 14:34
Gleðilegt ár elsku vinkona og takk fyrir samverustundir á liðnu ári og já heimsóknina um daginn
Vatnsberi Margrét, 2.1.2008 kl. 17:42
Gleðilegt nýár og reyndu að nýta karlinn með tuskuna
Solla Guðjóns, 2.1.2008 kl. 19:46
Ollasak vertu ekki að reyna að koma ranghugmyndum inn hjá konunni minni þetta er mjög gott einis og það er
Kristberg Snjólfsson, 3.1.2008 kl. 08:45
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla á vefnum.
Knús og kossssar.
Bessý.... (IP-tala skráð) 3.1.2008 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.