nýr fjölskyldumeðlimur ..
23.12.2007 | 00:33
jamm það er að bætast við fjölskylduna okkar sem nú þegar saman stendur af okkur mér og Kidda mínum svo eru stjúpdætur mínar tvær, synirnir þrír og Bomba .og nú fer að bætast við .
Sögðum börnunum frá leindóinu í dag , og allir voru himinlifandi af gleði .
Við nenntum nú ekki að fara að ganga í gegnum meðgöngu svo að við ákváðum að ættleiða .
Völdum af kostgæfni móðir og faðir sem okkur fannst henta .
Okkur fannst líka best að krílið yrði í umsjá móður fram í janúar eða þar til krílið yrði 8 vikna gamalt en fórum fyrir viku síðan,bara tvö ég og kiddi að heimsækja krílið og svo var nú komin tími í dag til að segja börnunum frá þessu og fórum við með þau í heimsókn til krílissins sem mun hljóta nafnið
Tivoli
myndir fyrir neðan
<
<
<
Athugasemdir
Bara til að minna ykkur á að Magga vildi ekki hund og hún átti hugmyndina enn og aftur þið kannski munið þegar hún var að væla yfir að ég vildi hund
Kristberg Snjólfsson, 23.12.2007 kl. 00:37
til lukku með nýja fjölskylduliminn
Ólafur fannberg, 23.12.2007 kl. 01:12
Til hamingju. Gleðileg jól
Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.12.2007 kl. 13:16
wow, til hamingju .... í fyrstu hljómaði þetta eins og eigin þungun en gaman af þessu! Þú ert greinilega fallin!
Gleðileg jól mín kæra og njóttu stórfjösldkyldunnar!
www.zordis.com, 23.12.2007 kl. 17:52
Hæ hæ. Hlakka til að sjá nýjasta fjölskyldumeðliminn
Óska ykkur svo öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Ella (IP-tala skráð) 23.12.2007 kl. 23:09
Hahha var eins og Þórdís ....var farin að........váá er hún ófrísk
En vel valið kríli sætt eins og alllir á myndunum.
elskan
Solla Guðjóns, 24.12.2007 kl. 02:06
Gerða Kristjáns, 24.12.2007 kl. 11:06
Til hamingju hlakka til að sjá skvísuna :)
Gleðileg jól :)
Vatnsberi Margrét, 24.12.2007 kl. 15:02
Til lukku.
Gleðileg jól og hafið það gott um jólin!
Bessý.... (IP-tala skráð) 24.12.2007 kl. 16:04
Gleðilega hátið
Sem sagt" hundalíf "
kveðja úr Garðinum
Þ Þorsteinsson, 25.12.2007 kl. 16:14
Til hamingju með Tívolí algjör dúlla!
Gleðilegt nýtt ár, og takk fyrir allt gamalt og gott!!
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 29.12.2007 kl. 14:43
til hamingju !!!
Gleðileg áramót til þín og þinna. vonandi farið þið í rólegheitum inn í hið nýja ár
Mahatma Gandhi sagði svo rétt Kærleikurinn er sterkasta aflið sem til er í heiminum og jafnframt hið hógværasta sem unnt er að hugsa sér.
Megir þú vera í Kærleikanum nú og alltaf.
AlheimsKærleikur til þín
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.12.2007 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.