Vá marr

Nú ætla ég að segja ykkur frá frábæra rúminu sem að við hjónin keyptum okkur í Betra Bak .

Rúmið kom í gær, það koma menn frá þeim með það og setja það upp, bara frábært hjá þeim að vera með þessa þjónustu, það eru ekki mörg fyrir tæki sem keyra vörurnar sínar sjálfir til fólks í dag..

Við sváfum í rúminu fyrstu nóttina í nótt og ég skal nú bara segja ykkur að ég svaf vel LoLþað er nokkuð sem hefur ekki gerst í nokkrar vikur að ég sofi vel, það er ekki það að hitt rúmið hafi verið slæmt, það bara hentaði ekki minni vefjagikt .Ég mæli semsagt hiklaust með "Tempur " það er bara frábært, keyptum okkur reindar líka hitajöfnunarsængur hjá þeim og þær eru frábærar líka, það er sem sagt hverrar krónu virði að versla sér rúm og allt sem tilheyrir í Betra Bak .. er ég farin að hljóma eins og auglýsing ... kannski ætti ég að fá sérstakan afslátt fyrir þessa frábæru auglýsingu Whistling 

Ef ykkur vantar flott hjónarúm úr eik, þá er mitt til sölu með góðum springdýnum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Til hamingju með rúmið. Góður nætursvefn skiptir öllu  

Kristín Jóhannesdóttir, 12.12.2007 kl. 12:09

2 identicon

Til hamnigju með nýja rúmið, veit að Kiddi er ánægður því þá þarf hann ekki að sofa í baðkarinu :)

Jói E (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 12:52

3 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Bara frábært rúm og sængurnar ekki verri, en best af öllu er nú samt að hafa þig til að kúra hjá

Kristberg Snjólfsson, 12.12.2007 kl. 15:23

4 Smámynd: Margrét M

svo yndislegur maður sem ég á ... kúri kúri

Margrét M, 12.12.2007 kl. 15:42

5 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Kúridúfur til hamingju með rúmið :)

Tempur dýnur eru bestar.

Vatnsberi Margrét, 13.12.2007 kl. 11:37

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

nauðsynlegt að vera í góðu rúmi. Það þekki ég.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.12.2007 kl. 17:15

7 Smámynd: www.zordis.com

Svo er bara að fá sér dobbel hengirúm fyrir sumarið!

Kúríkeliknús til ykkar

www.zordis.com, 13.12.2007 kl. 20:55

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Gott að vera búin að fá rúm sem henntar þessari fj...gigt ekkert gaman að vakna á morgnana allur marin og stirður .......næsta rúm hjá mér verður svona rúm því þú auglýsir svo vel

En var að lesa hérna fyrir neðan og skildi þetta nú ekki.Var einhver að dissa þig.

Sá hlítur að eiga leiðinlegt líf.

Solla Guðjóns, 14.12.2007 kl. 01:40

9 Smámynd: Ingvar

Þið eruð væntanlega búin að láta reyna á styrk og stöðugleika á nýja skeiðvellinum ?????

Ingvar, 15.12.2007 kl. 22:58

10 Smámynd: Þ Þorsteinsson

Til hamingju með betra Bak eða betri líkama og betri líðan er stígið er úr rekkju árla morguns ,held að ég sé með svona dínur allavegna eru þær frábærar hvort sem það eru 5 eða 8 tíma svefn.

Þ Þorsteinsson, 15.12.2007 kl. 23:35

11 identicon

Eruð þið enn í rúminu?

Komnir átta dagar frá síðasta bloggi................!

MogM (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 17:30

12 identicon

Til lukku með rúmið, ohhh það skiptir svo miklu málið að geta sofið vel.

Jólaletiknús hér! 

Bessý.... (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband