víkurfréttir

Þriggja bíla árekstur

All harður 3ja bíla árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Faxabrautar í Keflavík laust eftir hádegið í gær. Bifreið sem ekið var norður Hringbraut var beygt til vinstri áleiðis vestur Faxabraut í veg fyrir bifreið sem ekið var suður Hringbraut. Við áreksturinn kastaðist önnur bifreiðin á þriðju bifreiðina sem var kyrrstæð á Faxabraut. Einn ökumaður var fluttur á HSS til aðhlynningar. Meiðsl voru minniháttar. Fjarlægja þurfti eina bifreiðina af vettvangi með dráttarbifreið.

Þetta er frétt úr víkurfréttum  bíllinn sem var dregin í burtu var bíllinn hans Kristófers míns. en sem betur fer  þá slasaðist hann ekki  neitt ,hann fór nú samt á heilsugæskuna því að han var eitthvað aumur í hné og haltraði .      Manni bregður bara alltaf svo rosalega þegar það er hringt  og manni er sagt að eitthvað hafi komið fyrir börnin mans,nú er bara ár í að Jóhann fái bílpróf líka þá verða tveir af mínum börnum í umferðinni sem að maður hefur áhyggjur af . En hin börnin jú það er jafn mikið sem manni bregðu og manni er sagt að eitthvað hafi komið fyrir ,það er ekki nema örfáar vikur síðan það var hringt í mig og Bjarni hafði dottið illa á hjólinu sínu .,ég fór með hann upp á slysó og hann var ekki eins illa slasaður og á horfðist "sem betur fer" en hjálmurinn brotnaði ,það vara annar hjámurinn sem hann braut á tveimur vikum .það sýnir okkur vel hversu nauðsinlegt er að vera með hjálm en því miður sér maður mörg börn vera hjálmlaus svo ekki sé talað um fullorðna svo gæti élíka röflað um notun á hlýfum þegar börn eru á línuskautum en geymum það  kanski bæti ég því við á eftir hver veit Glottandi  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Gott að Kristó slasaðist ekki mikið, fékk sjokk þegar ég heyrði þetta.

Knús

Vatnsberi Margrét, 22.9.2006 kl. 11:03

2 Smámynd: Margrét M

já það er ekki langt síðan hann velti bílnum sínum ,held að það sé ca, ár síðan ef ég man rétt .

Margrét M, 22.9.2006 kl. 12:59

3 identicon

Ufffff mér krossbrá þegar ég frétti þetta. Guði sé lof að ekki fór verr. Risa knús eins og vanalega nema bara fastar. kv Bessý

Bessý (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 02:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband