æl..

Á laugardagmorguninn var ég að drepast í verkjum í öllum liðum og gat ómögulega legið í rúminu nema til 9 .. en ég var búin að baka 2 uppskriftir af sörum um hádegi engu að síður Wink dugleg ég ekki satt . held að krakkarnir séu himinlifandi því fyrir síðustu jól bakaði ég ekki neitt því við vorum að flytja rétt fyrir jól..

Fórum svo í barna afmæli eftir hádegi  Erla bróðurdóttir Kidda er að verða 5 ára þann 28 nov, þar var náttúrulega úðað í sig gúmmelaði svo ekki var tilefni til að elda kvöldmat á eftir ég poppaði bara fyrir krakkana um kvöldið gaf þeim sörur að smakka og var með snakk og ostaWizard, ekki fannst þeim það neitt leiðinlegt .

það er með ólíkindum hvað börn eru lengi að læra að ef þau þau þurfa að æla, að trítla þá inn á klósett og æla í klósettið, en eitthvað í þessari setningu er ekki að ná til þeirra fyrr en um síðir , eitt barnið vaknaði um 01 á aðfaranótt sunnudags ,gekk í svefni en var sent aftur upp í rúm en eftir smá stund heyrðum við aftur í sama barni sem var þá búið að ælaSická gólfið í herberginu sínu og það var bara gersamlega allt í oj-bjakki, gólfið, rúmfötin, pífulakið, skrifborðið bara alles sko . og við hjónin þurftum að þrífa eða sko Kiddi(svo duglegur) tók það mesta( til þess að ég myndi ekki hreinlega æla yfir þetta líka) og svo skúraði ég, og skúraði svo aftur og aftur og aftur þetta helv. er ekkert það auðveldasta til að ná upp úr gólfinu ,svo var sett í þvottavél um nóttina allt á fullu á okkar bæ, ég sé okkur fyrir mér í nátt sloppunum að þrífa oj-bjakkið og skúra og svona ..Barnið ekki veikt kastaði bara upp svona allt í einu Sideways.

Á sunnudaginn var aftur brunað í afmæli, María Rós systurdóttir mín varð fjögurra ára um daginn og aftur er náttúrulega úðað í sig gúmmelaði og ekkert eldað um kvöldið ... 

ég er eiginlega að verða þurfandi fyrir almennilegan mat, 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ja maður varð að taka þetta ekki vildi ég láta þig bæta í subbið allavega miðað við hljóðin sem komu frá þér þá hélt maður að  allt væri að koma upp hjá þér líka

Kristberg Snjólfsson, 26.11.2007 kl. 11:34

2 identicon

Ah............. jömm.......... þetta er það ógeðslegasta............ og sem betur fer frekar sjaldgæft!

MogM (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 12:33

3 Smámynd: Margrét M

góð hugmynd  leiðbeiningar he he

Margrét M, 26.11.2007 kl. 12:51

4 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Það er nú ekkert skemmtilegt að vakna við svona. Ég man sem krakki þá var systir mín veik og þurfti að taka meðal (sem er ekki frásögufærandi) nema ég var að fylgjast með og henni þótti meðalið svo vont að hún ældi því og þegar hún var að klára þá tók ég við því mér varð bara óglatt að horfa á. En Kiddi Duglegur strákur  þú getur ýmislegt hehe

Kristín Jóhannesdóttir, 26.11.2007 kl. 21:51

5 Smámynd: Ólafur fannberg

æla æla æla

Ólafur fannberg, 27.11.2007 kl. 08:08

6 Smámynd: www.zordis.com

Svo leiðinlegt að æla og spúa, þó verra að þrífa og tína saman ómelta matarafganga ....  Æj dúllan hefur borðað yfir sig af gúmmelaði sem mallakúturinn hefur ekki náð að melta með þessum afleiðingum!

Meiri krafturinn í þér!!!  Væri alveg til í sörur

www.zordis.com, 27.11.2007 kl. 17:54

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta gerist svo skart hjá börnum þau ná ekki greyin litlu á klóið áður. Ég hafði altaf fötu hjá strákunum mínum þegar ég vissi að þeir væru með ælupest. Ég vona að þér líði betur. Ég var svo heppin að maðurinn minn þreyf svona lagað fyrir okkur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.11.2007 kl. 20:37

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

elsku dúfan...

Heiða Þórðar, 28.11.2007 kl. 00:16

9 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Knús

Vatnsberi Margrét, 28.11.2007 kl. 12:50

10 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta skeð á einu augnabliki........hef þurft að taka rúmi dótturinnar um miðja nótt´og ég sú klígjugjarnast sem um getur reyndi ekki að þvo .....ég hennti öllu í ruslatunnuna úti.Rúmið stóð strípað eftir.....skúringar,lofta út og bað fyrir báðar...jakk.

Solla Guðjóns, 28.11.2007 kl. 20:08

11 identicon

Takk fyrir ábendinguna Magga.  Ég fór reyndar með þær í gær í efnalaugina og þær ætluðu að kíkja á þetta fyrir mig. 

Takk samt ; )

Inga Sig. (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 22:56

12 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.11.2007 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband