jólaseríur og terta með bananakremi

Kiddi minn og ég settum upp jólaseríuna utan á húsið um helgina það var að vísu minn heittelskaði sem sá að mestu um alla vinnuna þar sem ég er svo lofthræddWink það var nefnilega ákveðið að setja seríu á þakskeggið á húsinu og það er svolítið hátt uppi, ég sá um að veita honum andlegan stuðning á meðan og brjóta perur í seríunni og svona. það var bara akkúrat veðrið til þess að gera þetta í gær logn og þurrt ,það verður ekkert kveikt á þessu fyrr en á aðventunni. Ég bakaði svo brúna tertu með bananakremi á milli og brúnu mjúku kremi ofan á þegar ég var búin að afþíða mig. Kidda er nefnilega búið að langa í tertu með bananakremi marga daga með ólíkindum hvernig dillur sumt fólk fær LoL allavega get ég ekki borðað tertu með bananakremi, því að þá fæ ég mígreni kast svo að ég lét mér nægja að smakka eitt horn sem var örugglega ekki með banana og fékk mér svo mandarínu og hugsa með mér að ég væri eiginlega fegin að kakan væri með svona kremi .. marr verður nú að komast í kjólinn um jólin Cool.
Annars er nú að verða komið að jólabakstri, ég er búin að kaupa allt í sörur og súkkulaðibitakökur og fleira, bara eftir að baka svo að krakkarnir geti notið þess að borða þetta í desember, nauðsynlegt að leifa þeim að borða jólabaksturinn í desember það er stemming sem er svo yndisleg  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Ég fæ ekki neinar dillur mig langaði  BARA í Bananatertu

Kristberg Snjólfsson, 19.11.2007 kl. 09:32

2 Smámynd: Margrét M

já í þetta skipti ... getur verið að það verði appelsínu safi eða lítil kók í gleri næst ,, bara segi svona hamm

Margrét M, 19.11.2007 kl. 09:37

3 identicon

Að komsat í kjólinn fyrir jólin...Ég segi eins og Birta Rós sagði við mig fyrr í vetur á blogginu hjá mér.

Birta: "Bessý veistu ekki hvað karlarnir reyna fyirr jólin? Sko að reyna sjá tólin fyrir jólin ha ha!"

Magga í kjólinn fyrir jólin á meðan kk-ynið reynir við tólin fyrir jólin.

Jömmí jömmí bananaterta. Góður þessi með andlegan stuðning og peru-brot.

Jóla-seríu-bara-banana-brot-mandarínu-marg...- já sko einföldum þetta bara= JÓLAKNÚS!

Bessý.... (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 10:01

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Lýst vel á ykkur hjóninn að koma jólaljósunum upp,þarf að undistinga minn mann það vantar pínu miera af úti ljósum

Ég er einmitt að fara skella mér í jólabakstur á næstu dögum og ætla að gera fyrstu tilraun af Sörum,fæ ég ekki að vera í bandi ef það ætlar að breytast í vandræði

Knús og kossar til ykkar

Vatnsberi Margrét, 19.11.2007 kl. 10:33

5 Smámynd: Margrét M

þú ert nú ekkert í vandræðum með sörurnar Margrét mín .. þetta er ekkert mál .. annars hringirðu bara ef þig vantar andlegan stuðning

Margrét M, 19.11.2007 kl. 10:55

6 Smámynd: Margrét M

Guðmundur.

Kiddi var búin að sverma fyrir tertunni í marga daga, ég lofaði engu en þegar hann var svona duglegur þá var auðvitað ekki annað hægt en að vera líka dugleg

Margrét M, 19.11.2007 kl. 11:33

7 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Gott að hann fékk eitthvað af því sem hann langaði í. Duglegur Kiddi og Magga Þú ert allt of góð við hann hehe

Kristín Jóhannesdóttir, 19.11.2007 kl. 21:52

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Maður kemmst nú bara í jólastuð að lesa allt þetta. Leiðinlegt með migrenið

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.11.2007 kl. 00:58

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

MÉR LÝST DÚNDURVEL Á ÞIG STELPURÓFA.

Heiða Þórðar, 20.11.2007 kl. 01:12

10 Smámynd: www.zordis.com

Jóla jóla stemming sem er komin hér!  Nú er bara að loka augunum og ýminda sér fagurt náttmyrkrið og tendruð ljósin.  Ég hefði valið mandarínuna þar sem þær hafa sérstakt jóla jóla hvað í minningunni!  Jólaknús .....

www.zordis.com, 20.11.2007 kl. 12:51

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Já Krúti minn maður biður BARA um það sem manni langar í bananatertu,vegg......só

Frábær ertu að hafa komið karlinum í þetta....ef þinn andlegi stuðningur er eins og minn hefur það ekki bara verið "þú dettur ekkert"

En flott hjá ykkur....hér er stefnan að kveikja á útidótinu 1.des......

knús á þig perubrjótur

Solla Guðjóns, 20.11.2007 kl. 15:22

12 identicon

Knús til þín líka Magga mín

Ella (IP-tala skráð) 20.11.2007 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband