20 ár
11.11.2007 | 09:45
Fyrir nákvæmlega 20árum síðan kom í heiminn þessi yndislegi drengur .
bara klikka á myndirnar þá verða þær skírari
Hann var máttlaus og lífvana þegar hann kom eftir langt og strangt ferðalag, læknirinn kom í hann lífi og setti hann í súrefniskassa, þar fékk hann að jafna sig í nokkra klukkutíma og fékk svo loksins að koma í fangið á mömmu sinni .
Hann hefur stækkað nokkuð síðan og passar ekki lengur í fangið á mömmu en ég faðma og knúsa hann þá bara í bara í staðin.
Innilega til hamingju með 20 árin þín Kristófer Már minn
Stórt knús til þín frá mér .
þú ert yndislegur ..
Skil eiginlega ekkert í því hvernig stendur á því að ég sé móðir þessa aldraða einstakling þar sem við erum á svipuðum aldri -eða þannig
Athugasemdir
Til hamingju með falllega strákinn þinn.
P.s.sammála því að ótrúlegt sé að eiga svona næstum því janaldra sína fyrir börn
Solla Guðjóns, 11.11.2007 kl. 12:47
Til hamingju með strákinn og Kristó til hamingju með daginn
Vatnsberi Margrét, 11.11.2007 kl. 12:48
Til hamingju með strákinn. Þú segir bara eins og kona sem ég þekki. ég skil ekki hvað ég á gömul börn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.11.2007 kl. 13:12
Til lukku með Kristó, og þú lítur sko ekki út fyrir að vera deginum eldri en tvítug þannig að hvernig passar þetta eiginlega
Kristberg Snjólfsson, 11.11.2007 kl. 14:05
Til hamingju með drenginn. Ótrúlegt en satt að hann skuli vera orðinn tvítugur. Kv
Arna Ósk (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 17:19
Til hamingju með karlmanninn ..... you are a hell of a lady að eiga svona gamlan drák!
hehe
Til lukku, auðvitað verðum við jafnaldrar þegar árin líða!
www.zordis.com, 11.11.2007 kl. 23:29
Loksins get ég kommentað. Hvað er málið með þína síðu og Kötu hans Bjarna Rúnar. Ég bara get ekki alltaf kommentað ef mig langar til.
Innilega til hamingju með frumburðinn!
Hey Kristófer til hamingju með daginn, uss uss mútt þín orðin gammel eins og sumir sögðu við mig.
Og fyrst ég gat ekki kommentað á lesblindu færsluna þá kemur mitt álit hér: " F.S. og aðstoðin fyrir þá sem þurfa á "stuðning" að halda, er ekki eins frábær og þeir segja Það er mikið sýnt útá við, eins og að gera þeim sem eru "öðruvísi" en við "heilbrigðu". Ég meina það eru skilti, hurðarföls breiðari, aðgengi vel merkt á plani, sér klósett, og lyfta en hvar er aðstoðin svo fyrir þá sem þess þurfa? Ég gæti talið endalaust. Lesblindir, ofvirkir, athyglisbrestur, vanvirkni og öll andleg þjónusta. Hvergi. Ég veit um einn stað þar sem hægt er að funda með sérkennurum og fagaðilum. Herbergið er næstum á við fataskáp. Skömm af þessu. Það er eins og maður sé staddur á árinu 195tíu og eitthvað en ekki 2007.
Og hana nú ....maður verður hreinlega fokillur.
En knús, kvitt og kram!
Bessý.... (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 08:49
jamm það er ekki hægt að hrópa húrra fyrir FS .. það er alveg á hreinu
humm verðum maður kanski að skipta um blogg til þess að allir geti kvittað að vild .. kanski ætti marr að hugsa um það
Margrét M, 12.11.2007 kl. 09:20
Til hamingju með strákinn :-)
Jói E (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 08:49
Til lukku með drenginn :) maður skilur ekki afhverju börnin mans eru svona gömul þvi ekki eldumst við neitt hehe
Kristín Jóhannesdóttir, 13.11.2007 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.