Kennarinn sagði að hann væri hálfviti
8.11.2007 | 09:34
Er þetta að skila sér hjá Ollasak..
Takk Solla þú hefur opnað umræðu um þessi mál
Einn af mínum strákum er lesblindur, það hafði mikil áhrfif á hann þegar hann var í skóla .Hann sagði mér núna nýlega hvernig sérkennarinn hans kom fram við hann, hún sagði við hann að hann væri hálviti og það mundi aldrei verða neitt úr honum. Þvílík ósvífni að koma svona fram við barn sem er með mjög slæma lesblindu og almenna námserfiðleika hann var og er með eðlilega greind, get rétt ýmindað mér hvernig honum hefður liðið í skólanum.Helvítis kellinginn, eiga ekki sérkennarar að vita betur en að láta svona við börn. Hann reindi síðan að fara í Fjölbrautarskóla suðurnesja ,kláraði eina önn en flosnaði svo upp . Það er ekkert gert fyrir lesblinda nemendur í FS nema að láta þá fá hljóðsnældur og láta þá sækja aukatíma... Ég vona svo innilega að það verði loksins gert eitthvað fyrir lesblinda nemendur þetta gengur ekki lengur svona.
Lesblindir verði settir í forgang | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svona kennarar ættu ekki að hafa vinnu. Já Solla á hrós skilið.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.11.2007 kl. 12:11
Það er fáránlegt að þetta skuli tíðkast í velferðarþjóðfélagi
Kristberg Snjólfsson, 8.11.2007 kl. 16:02
Alveg meiriháttar framtak að vekja athygli á þessu.
Með ólíkindum að svona skuli tíðkast, ég veit um einn samnemanda minn sem fékk að heyra ýmislegt frá kennaranum okkar. Þegar ég tók afstöðu með jafnaldra mínum beitti kennarinn sér að því að reyna að niðra mig líka ..... Sumir eru einfaldlega ekki starfi sínu hæfir en það má finna gallagripi allstaðar því miður!
www.zordis.com, 8.11.2007 kl. 21:45
Þetta er ekki gott mál með hegðun sérkennarans,þú mátt endilega senda mér nafnið á þessari manneskju.
Já nokkrir kennarar sem kenndu okkur zordís voru ekki starfi sínu vaxnir og ég er nokkuð viss að samheldni bekkjarins hafi komið mörgum til góða, það voru ekki margir bekkir sem fóru reglulega á fund með kennurum og skólasjóra reglulega til að reyna fá samskiptum við starfsfólk skólans bætt ;)
Vatnsberi Margrét, 9.11.2007 kl. 12:07
Hæ elskan mín ég ætla að leifa mér að AAARRRRRRRRRRGGGGGGGGHHHHHHHHAAAAA.......Þetta kvikindi á ekki að vera innan um börn.
Í morgun var ég einmitt að blogga um þessi ummæli ráðherra því mamma sagði mér frá þeim í gærkvöldi.....Kíktu.
Ég hef fulla samúð með stráknum þínum jafnframt er ég alveg svakalega reið yfir þessari framkomu....brjóta barnssál það er ótrúlegt að menntuð fullorðin manneskja skuli voga sér. En sú djö..heimska.
Jæaja er hætt annsars segi ég eitthvað ennþá ljótara..
Solla Guðjóns, 9.11.2007 kl. 12:38
Sæl Margrét, þetta er leiðinleg saga því að ég kannast við svona svipaðar sögur úr mínu starfi. Mál lesblindra í skólum landsins hefur verið að veltast á milli hins opinbera, skólastofnana og foreldra allt of lengi. Við sem erum í kennslu, vitum að til eru úrlausnir fyrir þá einstaklinga sem eiga við lesblindu og áherslan lögð á það að GREINA vandamálið en minna gert í að koma með úrlausnir á vandamálinu. Þú þekkir það úr grunnskóla að þegar barnið fær loksings greiningu og þá ekki fyrr en þegar það hefur náð 8 ára aldri, þrátt fyrir að foreldrar viti að eitthvað er að, og þá er sagt við foreldrana; "Jibbý, við erum búin að greina barnið þitt og það er með lesblindu"!
Hvað svo? Ekkert! Engar úrlausnir, þrátt fyrir það að til eru úrlausnir og hafa verið til í mörg ár. Lausnirnar kosta peninga og um það snýst vandamálið.
Þú kannast kannski líka við það að í FS var haldin ráðstefna um lesblindu og þar talaði ráðherra menntamála um að "stofna nefnd" til að koma með úrlausnir fyrir einstaklinga með lesblindu. Svo fór hún að sinna öðrum erindum, þ.e yfirgaf ráðstefnuna. En á þessari ráðstefnu voru nefnilega til tæki og tól til úrlausnar fyrir lesblinda einstaklinga, m.a. talgerfill sem er gríðarleg mikil hjálp fyrir nemendur. Talgerfilinn er hægt að stilla þannig að hann les fyrir nemanda texta sem hefur verið lagður fyrir hann, talgerfillinn leiðréttir fyrir þig texta þegar nemandi er að skrifa í Word og svo mætti lengi telja. Þetta forrit kostar að vísu 45.00o kall og frá mínum bæjardyrum séð ætti nemandi ekki að þurfa að leggja út í þennan kosnað, heldur skólinn. Það er t.d. eitt af þeim vandamálum sem skólastofnair þurfa að leysa til að bæta þjónustu við nemendur.
Hvað varðar þennan stuðningfultrúa´sem þú ert að vitna í, þá er það nú því miður svo að allar stéttir landsins eru með "lúsera" inna sinna starfstétta og sem betur fer eru þeir frekar fámmennur hópur sem er ekki að standa sig í starfi.
Strákurinn þinn ætti að tala við Fjölbrautaskóla Ármúla, en þeir sérhæfa sig í nemendum með lesblindu.
Endilega hafðu samband við mig ef ég get eitthvað hjálpað þér og þú vilt vita meira um þennan Talgerfil en upplýsingar um hann finnur þú á http://www.hexia.net/
Kveðja
Bragi Einarsson, 9.11.2007 kl. 14:19
Takk fyrir þetta Bragi. Ég geri ráð fyrir að þú vitir hvaða persónu ég er að tala um þ.e.a.s. sér kennaran. hún er ekki stafandi í skólanum þana lengur ..
Þessi talgerfill sem þú talar um .. þetta er greinilega snilldar verkfæri og ætti að vera í boði fyrir lesblinda, hefði komið að góðum notum fyrir drenginn minn þegar hann var í skóla þar sem að hjóðsnældur voru ekki að virka einar og sér .
Ég hef sagt honum frá Fjölbrautarskólanum og einnig frá Iðnskólanum í Hafnarfirði ...veit að þetta eru bestu skólarnir fyrir þá sem eru með lesblidu og/ eða námserfiðleika . hef bara ekki fengið hann til að fara aftur í nám .. en hver veit hvað gerist ef að maður tekur upp á því að röfla meira um skóla .. kem til með að gera það eftir að hafa lesið um þennan talgerfil ... það má allavega reina að koma fólki aftur í skóla .. ég væri allavega tilbúin að leggja út fyrir svona forriti ef hann færi aftur í skóla ...
Margrét M, 9.11.2007 kl. 14:52
Mig langar að segja þér Einar Bragi að kanski veist þú dæmi þess að börn fái lesblindugreiningu 8.ára:En ég á 14.ára lesblinda dóttur og er búin að vera berjast fyrir hennar hönd síðan í 2.bekk.Ég var talinn hálfviti að að halda því fram að hún væri lesblind.....nema af einum kennara sem sjálfur er lesblindur.Hann stuðlaði að því að hún var sett í lesþroskapróf í 3.bekk..það má einu sinni ekki kalla þetta lesblindupróf....það kom í ljós að ekki var allt eins og á var kosið lestrastöðvarnar öfugumegin og eittthvað í þeim dúr sem ég fékk nú engan botn í......en hún fékk sérkennslu í lestri var góð viðleitni af skólanns hálfu....
Það sem að stelpan mín fékk mest af var ofsakvíði með sterkum líkamlegum einkennum.....sem sagt orðin andlega veik........ og það er það sem er hvað alvarlegast við lesblindu að þeir einstaklingar veikjast á sálinni.
Ég hef heitið því að ég linni ekki látum fyrr en þessi mál eru komin í viðunandi farveg.
Það er alveg hárrétt hjá þér það er greint og fundið út og talað og talað og við þurfum og við ættum og vá ég er að fá útrás í kommentaboxinu þínu Magga.
Ég gafst upp á að tala sagðist vilja að nú yrði eitthvað gert.Allir vildu gera ........allir eru mjög góðir við stelpuna mína...hún er bara ekki að fá kensluaðferðir sem hennta henni.
Hún er búin að fara á eitt námstækni-námskeið hjá Lesblindusetrinu og er þokkalega að ná að nýta það en það kostaði sitt.
Já sko ég er í ham......sjáðu ég byrja að skrifa um þessi mál í september.......og bloggverjar og aðrir netverjar tóku þátt í að senda öllum ráðherrum áskorun.Þá þegar var ég búin að senda mmrhr.linka á síðuna hjá mér og fá staððfestingu á að það hafi verið móttekið
"og þar talaði ráðherra menntamála um að "stofna nefnd" til að koma með úrlausnir fyrir einstaklinga með lesblindu. Svo fór hún að sinna öðrum erindum, þ.e yfirgaf ráðstefnuna. "
Sjáiði til þessi ráðstefna var 5-6.okt.
'i viðtali í gær segist hún hafa lagt upp með þetta sem eitt af brínustu málunum.....
Málið er að sjálfsögðu forgangsröðun fjármagns.......
Ég hef einmitt skoðað síðuna hjá Fjölbraut í Ármúla og mæli með að allir kíki á hana
Solla Guðjóns, 9.11.2007 kl. 15:42
Solla mín þú mátt fá útrás í kommenta boxið mitt.. þetta er hjartans mál sem verður að gera eitthvað í ... hefur dóttir þí prófað þennan snilldar talgerfil
Margrét M, 9.11.2007 kl. 15:47
já og svo skil ég enksu ekki nógu vel til að fatta nákvæmlega með talgerfilinn.......er hann bara á ensku eða eru öll tungumál í honum...og hverjum gagnast hann helst ..ég við hvaða aldursflokk......því þó ég telji aldrei of seint að laga hlutina þá segir skynsemin mér að það sé best að byrja á byrjuninni og koma í veg fyrir svona ástand.
Solla Guðjóns, 9.11.2007 kl. 15:50
hæ var víst að skrifa jafnt og þú Magga...það eru líka komnir pennar sem gagnast vel í enskunámi.
Solla Guðjóns, 9.11.2007 kl. 15:52
bara þessar upplýsingar sem Bragi skrifaði og ég vitna í hér er nóg til þess að maður hefði viljað að börnin prófuðu þetta..
"Talgerfilinn er hægt að stilla þannig að hann les fyrir nemanda texta sem hefur verið lagður fyrir hann, talgerfillinn leiðréttir fyrir þig texta þegar nemandi er að skrifa í Word og svo mætti lengi telja. "
Margrét M, 9.11.2007 kl. 16:03
Þessi talgerfill er kallaður á íslensku Ragga og er til með íslensku tali, sem og fyrir ensku og dönsku.
Bragi Einarsson, 9.11.2007 kl. 23:41
Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.11.2007 kl. 01:44
Hmmmm.
Mikið langar mig til að blanda mér í þessa umræðu þar sem ég er starfandi sem stuðningsfulltrúi í skóla sonar þíns Magga mín. Það eru til fullt fullt af úrlausnum fyrir lesblinda einstaklinga t.d í Danmörku, við Kristófer sáum það þegar hann fór í skólaferðalagið í 10. bekk. Maður er gráti nær þegar maður segir frá þessu hér heima því það er eins og engin hafi áhuga. Þarna voru lesblindir unglingar sem voru búnir með grunnskóla og voru að verða vandræðabörn nánast því þau áttu hvergi séns í framhaldsskóla og enga almennilega vinnu. Þetta var frábært að sjá og nauðsynlegt að fá hér heima. Það er löngu búið að finna upp hjólið fyrir þessa einstaklinga í öðrum löndum en mikið áhugaleysi eða skilningsleysi virðist vera hér á öllum skólastigum. Því miður Kveðja Álfhildur
P.S fékkstu leyniorðið mitt Magga. ég staðfesti það hjá annarri en hun virðist ekki hafa fengið það.
Álfhildur (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.