snjór..
30.10.2007 | 16:17
börnin voru aldeilis glöð í gær þegar það var hægt að leika sér í snjónum blautum og fínum, og ekki fannst Bombu það heldur leiðinlegt að leika úti með krökkunum hún var óð í að vera úti en við tókum hana inn eftir c.a. 40 min, þá var hún orðin blaut og köld, farin að skjálfa, var sett í volga sturtu til að bræða snjóinn sem hafði safnast í köggla í feldinum. Hún var ekki alveg ánægð þegar hún var svo skilin eftir þegar ég fór í gönguferð, gat bara ekki verið að fara með hana þegar hún var skjálfandi af kulda greyið .. set kanski inn myndir af henni snjóugri að eftir .
Börnin eru líklega ekki eins glöð núna allur snjórinn farinn
hér er bomba að leika í snjónum
svo er maður tekinn inn alveg ískalt og snjóug
Athugasemdir
Já það er gaman hjá börnunum þegar snjórinn kemur. Ég man eftir hundum sem settu fæturnar í snjóinn og settu þá svo upp, því snjórinn var svo undarlegur og kaldur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.10.2007 kl. 21:21
Stoppaði stutt núna blessaður var þó kærkomin tilbreyting
Solla Guðjóns, 30.10.2007 kl. 21:35
Heyrðu ég sé að þú ert búin að setja æðislegar myndir inn. Þær voru ekki áðan.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.10.2007 kl. 22:04
Alltaf gaman að leika sér í snjónum, búa til engla og snjókalla. En versta við hann hann stoppar alltaf svo stutt :)
Kristín Jóhannesdóttir, 30.10.2007 kl. 22:29
Flottar myndir, það er spurning hjá þér að kaupa bara skó á dömuna og úlpu ;)
Hér á bæ var mikil gleði með snjóin.
Vatnsberi Margrét, 31.10.2007 kl. 10:54
'uff var Bombunni ekki kalt?
Falleg er hún í snjónum..
Solla Guðjóns, 31.10.2007 kl. 21:03
PPrrr kaldur og blautur snjór en hún er ósköp sæt í snjónum. Engin snjór ennþá hjá okkur.
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 31.10.2007 kl. 21:13
Engin snjór í suður Svíþjóð og ekki heldur í Danmörku.
Ég finn fyrir öfund
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.11.2007 kl. 12:25
voffvoff
Ólafur fannberg, 6.11.2007 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.