Enn hóstandi

Ég er ennþá að hósta og er hás annað slagið, það eru komnar 4 vikur síðan þetta byrjaði, er búin að panta enn einn tíman hjá lækni, það tekur nú meira en daginn að komast til síns heimilislæknis skal ég segja ykkur ( kannski er þetta svona góður doktor að allir vilja þangað ).
Er eiginlega að komast á þá niðurstöðu að loftið í vinnunni sé heilsuspillandi (hugsið ykkur, þetta er skrifstofa) við erum 4 starfsmenn af 10 sem erum með svona vandamál af þessum toga  það er ansi hátt hlutfall, ein er með hósta sem hún er búin að vera með síðan í vor þegar hún fékk lungnabólgu, tvær með krónískar kinnholusýkingar og ég hæsi og hósta og var líklega komin með kinnholusýkingu um daginn það hélt doktorinn alla vega og gaf mér sýklalyf þá hef grun um að það hafi verið rétt.
Fólk sem vinnur á staðnum segist vera með höfuðverk líka, ég kannast við það sjálf.
Það hefur ekkert verið gert í þessu, mér var sagt þegar ég byrjaði á staðnum fyrir tveimur árum að það stæði til að laga loftræstikerfið en samstarfskonu minn var líka sagt þetta þegar hún byrjaði árið 2003..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Úff þið verðið að fara knýja á lagfæringar í vinnunni áður enn allir veikjast.

Vona að heilsan fari að koma.

Hvernig er á laugardaginn hjá þér ertu á flakki eða heima? Svona ef við hefðum tíma í kaffi læt þig vita betur þegar líður að helgi :)

Vatnsberi Margrét, 3.10.2007 kl. 09:34

2 Smámynd: Margrét M

laugardagurinn er sýning, Bombu hópur er búin upp úr hádegi,  svo verðum við heima held ég sérstaklega ef von er á góðum vinum í kaffi

Margrét M, 3.10.2007 kl. 09:58

3 identicon

Þetta er bara ullabjakk í loftræstingu. Kallaðu að heilbrigðiseftirlitið strax áður en þú kafnar þarna. Hafðu það annars sem best engillinn minn.

Arna Ósk (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband