námskeiðið ...
27.9.2007 | 15:42
Byrjaði á ECDL námskeiðinu á þriðjudaginn og kem til með að vera þar þrisvar í viku til október loka. Þetta gengu að sjálfsögðu bara vel og ég er farin að hugsa um eitthvað framhald kannski, hver veit .Þetta getur auðvitað ekki annað en gengið vel því að ég kann þetta að mestu nema mig vantar að læra á Exel, svo er alltaf hægt að finna eitthvað í þessu sem er ekki inni í mínu minni.
En þetta er ferlega kostnaðarsamt ef ég ákveð að halda áfram, þannig að kannski held ég áfram eftir áramót, veit annars ekki, langar að viða að mér ýmislegt ..
setti inn nokkrar myndir frá London ...
Athugasemdir
Hvað er ECDL?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.9.2007 kl. 16:03
Gunnar ECDL er skammstöfun fyrir European Computer Driving Licence þú getur séð allt um það á þessum link http://www.sky.is/ecdl-tok.html
Guðmundur takk fyrir þetta,gott að vita en Exel er einmitt eitt að því sem ég er að læra núna
Margrét M, 27.9.2007 kl. 16:20
Flottar myndir. Alltaf gaman að læra
Kristín Jóhannesdóttir, 27.9.2007 kl. 16:28
Takk
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.9.2007 kl. 18:51
Gott hjá þér að skella þér á námskeið, ég kíkti á linkinn... þetta er það sama og ég tók fyrir ca 3 árum bara gaman :) ég var reyndar líka á námskeiði í dag, amadeus það er líka mjög gaman :)
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 27.9.2007 kl. 19:26
Velkomin heim og gott að ferðin var skemmtileg. Gaman að heyra að þér gengur vel í skólanum. Ég vissi nú reyndar alltaf að þú værir klár kona og tækir þetta með stæl. Luv úr Garðinum
Arna Ósk (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 22:33
Solla Guðjóns, 27.9.2007 kl. 23:27
Finnst þetta frábært hjá þér og um að gera að halda áfram
Vatnsberi Margrét, 28.9.2007 kl. 10:00
Til hamingju með námskeiðið og gangi þér vel
Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.9.2007 kl. 13:52
Já sko mína og gaman að heyra að námskeiðið gengur vel.......! Frábært að ferðin gekk vel, skemmtilegar myndir.........var að vafra um allar þær sem þú hefur sett inn.
Skólaknús!
P.s...mar fer að verða klár í hugarreikning eftir að hafa hakað í ruslakvörnina
Bessý.... (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 00:33
gangi þér vel !
Fallegan sunnudag til þin
AlheimsLjós til þín líka
SteinaSteinunn Helga Sigurðardóttir, 30.9.2007 kl. 06:34
Þú ættir að komast vandræðalaust á síðunna mína núna ;)
Vatnsberi Margrét, 1.10.2007 kl. 14:05
Knúsur til þín fra mér, flottar myndir frá London. Og vertu bara dugleg að læra áfram stelpa !!!!
Sigrún Friðriksdóttir, 1.10.2007 kl. 20:54
Búin að skoða ALLAR myndirnar. Bara gaman!
Heiða Þórðar, 2.10.2007 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.