komin aftur..

Í byrjun buðu Flugleiðir upp á frábæran morgunverð að venju feita-sveitta eggjahræru sem var ofan á skinkusneiðog með þessu voru sveittar steiktar kartöflurSick eins gott að við vorum búin að borða áður en við lögðum af stað

Ferðin til London var annars bara yndisleg, enda hef ég alltaf frábæran og yndislegan ferðafélaga. Við fengum lánaða íbúð í góðu hverfi hjá einum vini hans Kidda, sami vinur lét einkabílstjóra keyra okkur um á Rolls sem hann á það var ferlega gaman.

Veðrið var yndislegt svo við vorum léttklædd þegar við vorum á rölti um göturnar í London, sérstalega skemmtilegt að rölta um Covent garden með elskunni sinni í hlýju og góðu veðri.

Við fórum út að borða alla daga og einn daginn bauð Kiddi mér að borða hádegisverð á Harrods en þar borða þeir allra ríkustu í London, þar er spiluð falleg tónlist á flygil fyrir matargesti og þjónustan er sú besta sem völ er á. Mér fannst að ég hefði séð einn matargestinn einhvern tíman og kom upp úr kafinu að þarna var Mark Knopfler í Dire Straits á bak við svört sólgleraugu. Þarna er maturinn ótrúlega góður og eftirréttirnir hreinlega öskraW00t á mann ég sem borða yfirleitt ekki eftirrétti hámaði í mig jarðarber með amarettosósu í eftirrétt ummm rosa gott.

Fórum meðal annars á frábæran Indverskan stað einn Franskan og einn Líbanskan og svo má auðvitað ekki gleyma þeim Argentínska sem við erum nú buin að fara nokkrum sinnum á .

Okkur var boðið á fótboltaleik Arsenal- Derby sem endaði með 5 mörkum Arsenal í vil, við erum ekki Arsenal fólk en þetta var samt gaman, það er alltaf þvílík stemming á svona leikjum, það var fagnað svo rosalega að ég fékk einn á lúðurinn alveg óvart( vona ég ) frá manninum sem sat við hliðina á mér ( ekki Kidda hann sat við hina hliðina á mér)en mér varð svo sem ekki meint af, fékk ofurlítið mar rétt neðan við augað sem betur fer fékk ég ekki glóðarauga 

Við fórum á We will rock you sem var mjög gaman en við fórum síðast á ABBA og ég mæli frekar með því að fólk sjái ABBA eða Phantom of the opera.

Við komum heim eins og klippt út úr tískublaði því minn heitt elskaði hefur gaman af því að konan hans gangi í fallegum fötum og ég hef líka gaman af því að sjá manninn minn í fallegum fötum. Keyptum guðdómlega fallegan mjúkan leðurjakka á Kidda og undurfallega kápu á mig ásamt ýmsu öðru og auðvita var verslað á 3 yngstu börnin.

það munaði ekki miklu að við hefðum framlengt ferðina en sáum að það væri svo sem hægt að fara aftur þar sem við getum fengið lánaða íbúðina næstum því hvenær sem er 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.9.2007 kl. 14:26

2 Smámynd: Ólafur fannberg

hata flugvélamat nema hjá Singapoor airlines Þeir bjóða uppá kræsingar

Ólafur fannberg, 26.9.2007 kl. 15:06

3 Smámynd: Margrét M

held ég verði að prófa  Singapoor airlines

Margrét M, 26.9.2007 kl. 15:41

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Hvet ætlaðru að bjóða mér

Kristberg Snjólfsson, 26.9.2007 kl. 16:30

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta hefur verið æfinýri.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.9.2007 kl. 20:44

6 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Velkomin heim  alltaf gaman að prufa nýja og góða veitingastaði.

Kristín Jóhannesdóttir, 26.9.2007 kl. 21:47

7 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Gaman ad ferdin heppnadist svona vel :) vona ad heilsan se betri ?

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 27.9.2007 kl. 06:57

8 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Velkomin heim

Frábært að ferðin heppnaðist svona vel.

Vatnsberi Margrét, 27.9.2007 kl. 10:13

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 27.9.2007 kl. 23:26

10 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Gott að ferðin gekk svona vel !!!

Klems og knús 

Sigrún Friðriksdóttir, 30.9.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband