Ein af bestu vinkonum og London að skella á .

Í gær kom til mín góð vinkona mín Sigrún Högnad. hún er í heimsókn hér á landi um þessar mundir, hún var með tvær af dætrum sínum með sér þær yngstu (á leikskóla aldri) hinar skvísurnar urðu að vera í skólanum heima í Danmörk ég bauð upp á kvöldmat sem var auðvitað frábær (hvað annað) og rauðvín. Það eru 2-3 ár síðan ég hitt Sigrúnu vinkonu síðast en við kynntumst þegar við vorum 16 ára gamlar og vorum að vinna saman á Tomma í Njarðvík við höfum haldið vinskap síðan..

Vorum einmitt að ræða í gær hversu fáa vini maður á í raun. Eftir að ég skildi við fyrrverandi þá virtust mikið að þeim sem að maður hélt að væru vinir hverfa af braut og gerðist það sama hjá henni þegar hún flutti til DK þá hurfu margir sem hún hélt að væru vinir. 

það er það sama sem gerist hjá svo mörgum. maður finnur vel hverjir eru vinir í raun og veru þegar einhverjar breytingar verða á lífi manns, fólk flytur burt , andlát verður , skilnaðir verða ,þetta er partur að lífinu .

Í dag á ég örfáa en virkilega góða vini sem hafa verið vinir lengi eiginlega frá örófi alda, það er yndislegt að eiga vini sem gufa ekki upp ef eitthvað breytist í lífi manns og þeir eru til taks ef eitthvað bjátar á .

Yndislegt að sjá hvað Sigrún lítur vel út í dag..

Ég er auðvitað heima í dag, mér var bannað að fara til vinnu. 

Fyrst ég er heima þá er ég að tína saman það sem fer með í tösku til London he he það tekur svo sem ekki langan tíma að finna til föt og snyrtidót .

Erum búin að panta borð á uppáhalds Argentínska veitingahúsinu okkar Gaucho Grill  á laugardaginn eftir leikinn, jamm förum á Arsenal -Derby County það er bara frábær stemming að fara á leiki þarna .

Förum á Queen shovið á föstudagskvöld hef heyrt að það sé frábært .

Byrjum oftast á að trítla niður í Covent Garden að kíkja á mannlífið það er frábært þar, svo er bara svo gaman að koma til London þegar maður er farin að þekkja betur til ..

Borðum góðan mat alla daga og drekkum gott rauðvín og höfum það frábærlega gott .

Ég vona bara að ég verði ekki hóstandi alla dagana..        

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét M

engiferrót er það, en visky neh það er ekki gott 

Margrét M, 19.9.2007 kl. 13:21

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Mikið er þetta rétt hjá þér með vinina. En þeir eru líka ekki þess virði ef þeir láta sig hverfa ef eitthvað bjátar á, sumir kunna bara ekki að taka því, allt að vera í föstum skorðum. Hafðu það gott í London.

Kristín Jóhannesdóttir, 19.9.2007 kl. 14:06

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Góða ferð í London :)

Góðir vinir eru ekki á hverju strái en nauðsinlegir

Vatnsberi Margrét, 19.9.2007 kl. 14:20

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæ ég er búin að setja meira um lesblindu viltu kíkja og kvitta til að koma þessu inn í umræðuna..Fyrirfram þökk Solla.

Svo er ég bara held ég að fá tíma til að fara að skoða blogg bloggvinana minn.

Solla Guðjóns, 19.9.2007 kl. 16:32

5 Smámynd: Gerða Kristjáns

Góða skemmtun í London, þú verður sko EKKI svikin af Queen showinu, fór á það í fyrra og það er fráááááááááábært, keypti diskinn eftir showið og hlusta á hann reglulega, það er möst

Gerða Kristjáns, 19.9.2007 kl. 18:25

6 Smámynd: Margrét M

gott að heyra þetta Gerða, það er misgott sem fólk segir af þessu en ég hlakka til

Margrét M, 19.9.2007 kl. 19:38

7 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Góða ferð. Já það er best að eiga fáa útvalda vini og góða. Þeir eru oftast nær þeir sömu alla æfina er  mín reynsa.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.9.2007 kl. 22:02

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Skál!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.9.2007 kl. 09:10

9 Smámynd: Heiða  Þórðar

Njóttu ferðarinnar elskan, gott að eiga góða vini!

Heiða Þórðar, 20.9.2007 kl. 12:11

10 Smámynd: Kolla

Æðislegt, njóttu London og matsins :)

Kolla, 20.9.2007 kl. 12:17

11 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Góða ferð og njóttu vel. Þetta er sko satt um vinina en maður er ríkur ef maður á góðan vin og það á ég

Sigrún Friðriksdóttir, 25.9.2007 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband