Loksins ..
18.9.2007 | 10:18
Loksins komin til vinnu sem er líka eins gott því að það biðu 166 tölvupóstar eftir mér.
Fékk auðvitað astmakast á leiðinni í vinnuna sem er svona að verða búið ekki nema einn og hálfur tími , það er framför , hefði allavega getað farið heim aftur ef kastið hefði ekki hætt .
Það er tími í sýningarþjálfun fyrir Bombu í kvöld ég held að það sé best að sleppa því að fara þar sem svo margar tegundir hunda eru í þjálfun og ég með ofnæmi fyrir flestum hundum, vil nú ekki vera að leika mér að því að verða verri af þessum fjanda rétt fyrir ferðina.
Sem betur fer er ég ekki með ofnæmi fyrir Bombunni en ég geri mér fyllilega grein fyrir því að það getur gerst vonum bara ekki ..
Uppdate dagsins:
ekki gat ég nú verið lengi í vinnunni kastið hætti aldrei, minkaði bara og jókst svo aftur , ég fór heim um kl 11 og þegar þetta virtist ekki ætla að lagst um kl 1 þá hringdi ég og fékk að tala við hjukku sem vildi að ég kæmi í dag um fjögurleitið og talaði við lækni henni þótti líklegt að það yrði að auka lyfja flóruna hjá mér .
og í morgun voru 70 meil eftir sem verða svo örugglega orðin 170 þegar ég kemst til vinnu aftur semverður líklega ekki fyrr en eftir London ferðina ..
Athugasemdir
Vonandi var þetta líka eitthvað af ruslpósti hehe. Láttu þér batna stelpa. Beint heim eftir vinnu og upp í ból :)
Kristín Jóhannesdóttir, 18.9.2007 kl. 14:07
Þetta er nú alveg ferlegt hvernig þú ert stelpa, vona að þér fari að batna svo þú getir notið ferðarinna !
Kveðja
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 18.9.2007 kl. 18:41
Vona að þér fari að batna fljótlega
Gerða Kristjáns, 18.9.2007 kl. 20:10
Endilega drífðu þig að batnast áður en þú ferð út. Ég vona svo innilega að þú getir notið ferðarinnar. Luv
Arna Ósk (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 23:09
Batakveðjur
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.9.2007 kl. 06:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.