engin rödd
10.9.2007 | 10:45
Ingvar spurði hvort aldurstengt partýóþol væri að hrjá mig. Ingvar minn held að það sé ekkert aldurstengt ég er ekki og hef aldrei verið mikið partý animal .. held að þetta sé eitthvað annað og ekki er það að ég tali of mikið er það?
En allavega var Haustfagnaðurinn vel heppnaður maturinn heppnaðist með eindæmum vel , ekki við öðru að búast en þegar kom að því að reina kalla yfir mannskapinn að gjöra svo vel að fá sér að borða þá var auðvitað engin rödd þannig að ég náði athygli einhverra með því að veifa sem létu boð ganga um að allir ættu að halda k.j. þá gat ég hvíslað yfir liðið að gjöra svo vel að ráðast á kræsingarnar .. var svo djammað fram til c.a. 2,30 ferlega vel heppnað og skemmtilegt ..
Í dag er ég ennþá raddlaus, Kiddi minn segir að ég tali eins og andrés önd kommon, mér finnst ég miklu líkari andrésínu ..
Athugasemdir
júbb man það sko en ég tímdi ekki að sleppa rauðvínsglasinu mínu og til að ná í tómt hvað þá að fara að berja í það ,he he .. það gekk annars vel að ná athygli því fólk var örugglega búið að svelta sig allan daginn eins og lög gera ráð fyrir og var orðið svangt..
Margrét M, 10.9.2007 kl. 11:10
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.9.2007 kl. 20:52
Æ aumingja þú. ég vona að röddin sé að koma.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.9.2007 kl. 20:59
Bra bra
Kristberg Snjólfsson, 10.9.2007 kl. 21:19
Vona að heilsan sé að lagast og röddin að koma :)
Knús og kossar
Vatnsberi Margrét, 12.9.2007 kl. 00:21
Solla Guðjóns, 15.9.2007 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.