gat nú verið..

Boð heima hjá okkur í kvöld og ég komin með hálsbólgu sem versnar og versnarAngry sem gerir það að verkum að asmaköst koma eins og á færibandi .. djö marr .. Hélt í gær að hálsbólgan gæti ekki versnað mikið meira en nei nei þetta bara versnar, röddin er ekki upp á marga fiska stundum bara hvísl, þannig að það er eingin hætta á að ég kaffæri neinn með óþarfa blaðri í dag en það góða er að það er enþá smá rödd sem dugar kanski fyrir partýið LoL.

Það voru líka gestir í gærkvöld, Kristín og Gunni komu í kaffi og var margt spjallað, frábært að fá þau í heimsókn, við þurum líka að láta verða að því að kíkja til þeirra í Njarvíkina í kaffi

Ég ætlaði nú aldeilis að sofa út í morgun og sagði við minn yndislega eiginmann í gærkvöld að ég örunumbvonaðist eftir að geta sofið allavega alveg til kl 8  en ó nei ó nei ekki varð raunin sú börnin komin á fætur rúmlega 7 og þá get ég yfirleitt ekki sofið meir reindi að kúra samt, en gafst upp um níuleitið enda orðin of þreytt í skrokknum til að liggja lengur .. mikið öfunda ég stundum fólk sem getur bara sofið þrátt fyrir að allt sé á fullu á heimilinu, það eru nú ekki mikil læti í börnunum ... Ættlum að fá okkur rúm með tempur dýnum, ég hef heyrt að það sé það eina rétta fyrir fólk sem er með vefjagikt , spennandi að vita hvort að það sé rétt ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þér er nauðsynlegt að fá rétta dínu.  Ég gat ekki sofið á gamla rúmminu einu sinni fyrir löngu og fékk þá  dux dínur. Nú er líka svo margt annað gott komið. aðalatriðið er að þú verður að fá dínur sem henta vefjagiktinni því annars ertu allaf aum. Vonandi líður þér bráðum betur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.9.2007 kl. 11:30

2 Smámynd: Ólafur fannberg

hálsbólga + veisla hehehe þýðir að þú getur barasta ekki talað hehee ..bara smá svona grín

Ólafur fannberg, 8.9.2007 kl. 17:31

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Við ætlum að kaupa Tempur dýnu... vorum búinn að heyra það sama

Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.9.2007 kl. 18:17

4 Smámynd: Ingvar

Við erum búin að nota tempur dýnur og kodda í nokkur ár og ég get ekki með nokkru móti sofið á öðru núorðið, og lét meira að segja senda mér koddan minn þegar ég var á spítalanum.  En það getur tekið einhverjar vikur að venjast þessum dýnum í upphafi.

btw. Er þetta ekki bara aldurstengt partýóþol sem er að hrjá þig ??????????

Ingvar, 8.9.2007 kl. 19:15

5 identicon

Já rétt dýna skiptir miklu máli ég er með þessa geimfaradýnu og ég er búin í skrokknum á morgnanna....takk fyrir hlýjar kveðjur og knús og kram til baka.

Bessý.... (IP-tala skráð) 8.9.2007 kl. 22:35

6 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Vonandi hefur þú nú getað talað við fólkið í partýinu, það heyrðist nú ekki mikið í þér á föstudagskveldið (góð wiský rödd hehe) Takk fyrir góða stund

Kristín Jóhannesdóttir, 10.9.2007 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband