sýningarþjálfun og ZO ON
5.9.2007 | 09:47
Fórum í gær með Bombu í sýningarþjálfun hjá schauzerdeidinni sem gekk bara ágætlega ,hún fer á hundasýningu sem verður 6-7 október í Reiðhöll Fáks í Víðidal, það er líklega eins gott fyrir okkur að æfa okkur vel því að þetta er fyrsta sýningin hennar og okkar . Það er skrítið eins og það gengur vel það þjálfa Bombu þá gengu ekki vel að fanga athygli hennar þegar aðrir hundar eru nálægt, henni langar svo að leika bara við alla, vonandi gengur þetta samt vel á sýningunni .Í þjálfuninni í gær var schnauzer rakki sem var á miklu mótþróa skeiði og gerði ekkert sem hann átti að gera vildi ekki einu sinni nammi, hann hrækti því bara út eigandinn var að reina að láta hann ganga með sér er vinurinn lagðist bara niður og hreyfði sig hvergi ekki séns þrjóskan alvega að fara með hann , það var ótrúlega fyndið að horfa á hann en ekki svo fyndið að hugsa til þess að þessu getur maður lent í þegar maður er með hund á sýningu ..
Fórum um síðustu helgi á verksmiðjusölu ZO ON og keyptum útivistarföt á alla nema stóru strákana mína ... krakkana vantaði úlpur og þau völdu öll dún úlpur sær kostuðu 4990 kr hver áður á um 20,000 svo keyptum við vatnsheldar vindbuxur á okkur öll þær kostuðu 2990 á börnin en 3990 á okkur snjóbuxur á Bjarna Frey 3990 og svo keypti ég á mig 3 laga vatnsheldan jakka með öndun á 11,000 hann var áður á um 30,000 ... þetta er ekkert smá gott verð, og fín föt.
Athugasemdir
Já gott verð en samt er nóg sem þarf að kaupa og borga fyrir börnin.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.9.2007 kl. 11:00
Hlítur að vera hræðilegt að vera með hund á sýningu sem tekur upp á því að stjórna! Úfffffff.... Hver þúsundkall sem hægt er að spara er þúsund sinnum andvirði hans!
www.zordis.com, 5.9.2007 kl. 14:34
Gott að lenda á útsölu í útifatnaði því hann er svo dýr. Það verður gaman að sjá hvernig Bomba stendur sig hún er svo dugleg
Kristín Jóhannesdóttir, 6.9.2007 kl. 09:25
Flott að gera góð kaup
Þið eigið eftir að rúlla upp sýningunni, ég ætla að reina að mæta á áhorfendapallana
Knús og kossar
Vatnsberi Margrét, 7.9.2007 kl. 08:39
komin aftur í bloggland Króksi reyndi að smakka en hætti við Bið að heilsa karli bónda..
Ólafur fannberg, 7.9.2007 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.