Grillveisla hjá Staðlaráði
31.8.2006 | 15:18
Í gær var haldin Grillveisla heima hjá Guðrúnu forstöðumanni Staðlaráðs ,það voru grilluð fjögur læri + tilheyrandi og öllum boðið að koma mökum og börnum líka ,þetta heppnaðist mjög vel ,er gert einu sinni á ári , við vorum bara tvo ég og Kiddi minn því við erum barnlaus um þessar mundir sem var kanski eins gott því að börnunum sem vöru á svæðinu datt í hug að fara í rop keppni eftir að þau fengu í eftirréttinn sem var ís og þau drukku sprite til að ropa og auðvitað ældi einn bara upp úr þurru og var alveg hissa og annar fann lyktina af æluni og ældi líka, sem betur fer var svo gott veður að við sátum úti í garði þannig að það var hægt að smúla þetta í burtu .þeesi börn nú til dags he he
Athugasemdir
Æ greyin, ekki gott þegar maginn mótmælir.
Vatnsberi Margrét, 1.9.2006 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.