bloggleti ..
15.8.2007 | 13:12
hef verið með eindæmum löt að blogga en, ég má það . En allavega erum að fara til London 20 sept, verðum með íbúð í láni sem vinur Kidda á. ætlum að fara á söngleikinn Litla Hryllingsbúðin. og auðvitað fá okkur að borða á frábærum stöðum, þekkjum orðið allnokkra góða staði í London sem við erum mjög hrifin af svo nýtum við auðvitað tækifærið og verslum á krakkana og svoleiðis.. Vínsmökkunartúr í Vinopolis er á dagskrá ( höfum farið 1 sinni áður) Tower of london er líka á dagskrá, ætlaði að skoða það síðast þegar við vorum í london en ekkert varð að því ..það er endalaust gaman að þvælast um london og einfalt að ferðast með neðanjarðarlestinni ef einhver er að fara til london þá eru þetta góðir vefir að skoða vinsælustu götur snilldarvefur london.com hægt að finna ýmislegt allinlondon svo er Vinopolis þar er bar sem er hægt að fá besta Mohito cocteil í heimi að mínu mati .. nóg um það .
Bjarni Freyr er með svo mikla hálsbólgu að ég var að pæla í að fara með hann á læknavaktina í gær en hann fór að lagast þegar leið á daginn en ekki slapp ég svo vel við læknavaktina því Jóhann Helgi kom í bæinn og hann var með svo mikla eyrnabólgu að ég fór með hann á læknavaktina og hann fékk auðvitað sýklalyf . annars var Jóhann Helgi skröltandi um á hækjum í gær því að hann sparkaði í vegg og tábraut sig í fyrrakvöld og rétt að jafna sig eftir að lyftari keyrði yfir fótin á honum í vinnuni ( Byko) um daginn og ekki hafði vinnustaðurinn skaffað honum öryggisskó, drifu auðvitað í því þegar dregurinn lenti á slysó
Athugasemdir
Ja og Jóhann er hrakfallur er það ekki ? nýbúinn að láta keyra yfir fótinn á sér og slapp við brot en var svo að fara inn í þvottahús og tábrýtur sig við það ( þetta sannar að þvottahús eru ekki fyrir kallmenn )
Kristberg Snjólfsson, 15.8.2007 kl. 13:38
ertu að meina að þvottavélar eigi að vera inni á klósetti
Margrét M, 15.8.2007 kl. 13:43
Úff !!!! Þetta þori ég ekki að sjá fyrir mér
Kiddi sitjandi á skálinni með þvottavélina fyrir framan sig að raða í hana óhreynum þvotti í stað þess að nota tímann í að lesa blöðin eins og aðrir venjulegir menn
Ingvar, 15.8.2007 kl. 14:28
En ædislegt ad fara til London, hef ekki farid thangad enn en London heillar mig.
Kolla, 15.8.2007 kl. 19:00
Æji óheppni í drengjunum þínum. En gaman hjá ykkur að fara til London. Knús á línuna.
Arna Ósk (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.