undarlegur göngutúr
7.8.2007 | 14:12
fórum á Úlfljótsvatn með Maggý og Matta um verslunarmannahelgina þar var ekki svo mikið af fólki sem var fínt, stelpurnar voru með og skemmtu sér vel í þrautabrautinni og í hoppukastalanum en voru svolítið fúlar yfir því að ekki var hægt að sigla á vatninu því að það of mikið rok, fórum í sund á Selfossi, þvílík og önnur eins stappa það er með ólíkindum hvað er gægt að selja inn lengi þó svo að ekkert pláss sé fyrir fólk í búningsklefum
..
Seinnipartinn í gær fengum við okkur göngutúr með Bombu út í búð og stelpurnar hjóluðu með og á heimleiðinni voru þær svona 100 metrum fyrir framan okkur þegar kona flautar á þær og keyrir í veg fyrir Lilju Björt, stekkur út úr bílnum og vill fá að skoða verksmiðjunúmerið á hjólinu hjá henni og flýtum okkur á staðin til að vita hvað var í gangi en barnið var dauðskelkað og vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið við spurðum konuna hvað hún væri eiginlega að vilja og þá sagi hún hissa, hva má ég ekki skoða númerið á hjólinu Kiddi sagði nei ég skal bara segja þér að hún á þetta hjól og við sögðum Lilju Björt að koma bara , konan maldaði í móinn en ég sagði henni að hún yrði bara að hringja í lögregluna ef hún vildi láta skoða þetta .. með ólíkindum hvernig fólki dettur í hug að koma fram við börn og líka að hún var alveg viss um að barnið væri á stolnu hjóli þó svo að við segðum henni að svo væri ekki ... hvað er eiginlega að sumu fólki
Athugasemdir
Þetta var sko kolrugluð kelling
Kristberg Snjólfsson, 7.8.2007 kl. 15:57
Ja hérna sumt fólk er bara KLIKKAÐ...
Ég man samt ekki eftir því að hafa farið á Úlfljótsvatn um verslunarmannahelgina og hver er Matti ???? hehehe..
Knús og Kram Maggý
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 13:03
humm, því viltu vita hver Matti er .. þú finnur hann í nýjasta mynda albúminu .. .
Margrét M, 8.8.2007 kl. 13:28
Þetta var bara djók...
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 13:31
Það marg sannar sig að fólk er fífl... og þá á ég við klikkað lið eins og þessi kelling
Viðar Þór Marísson, 8.8.2007 kl. 14:32
Það er ekki í lagi með þetta
Solla Guðjóns, 13.8.2007 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.