Bakaðar kartöflur með beikoni ..
3.8.2007 | 13:30
þetta gerði ég í gær, auðvitað ekki alveg svona því að ég nota yfirleitt uppskriftir til hliðsjónar en þetta er ferlega gott ..ummmm
Bakaðar kartöflur er hægt að breyta á auðveldan hátt í grillaðar bragð bombur
Hráefni
- 4stk bökunarkartöflur (foreldaðar)
- 100g Beikon (forsteikt stökt)
- 1 rif hvítlaukur í olíu
- 1 búnt söxuð steinselja
- salt og pipar
- ögn saxaður chili
Aðferð
Takið bakaða kartöflu og takið innan úr henni með skeið, kryddið innihaldið með stökku beikoni, hvítlauksmauki, saxaðri steinselju, salti og pipar, líka er hægt að auka kraftinn með smá af söxuðum chili eða láta hugmyndaflugið ráða ferðinni.
Vefjið saman í álppapír, hýðið fyllt með kryddaða kartöflumaukinu og þá er kartaflan klár til upphitunar á grilli.
Borið fram með sýrðum rjóma
Athugasemdir
Hljómar yndislega! Verd ad prófa eitthvad í zessa áttina ..... Á bara nautalundir og geri mér zaer ad gódu
www.zordis.com, 3.8.2007 kl. 19:40
Nammmi
Klems
Sigrún Friðriksdóttir, 3.8.2007 kl. 22:17
UMMMMMMMMMMMMMMM bakaðar Kartöflur..........jammí jammí!
Knús og kram.
Bessý.... (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 15:14
Ammi namm.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.8.2007 kl. 17:13
Yammi!
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 6.8.2007 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.