Engin ferð ..

það er enginn útilega á döfinni um helginaCrying svona aðallega út af því að við erum að fara í tvöfalt fimmtugsafmæli á laugardagskvöldið Anna systir Kidda og maðurinn hennar eru bæði 50 á árinu svo að ekki dugar að stinga bara af í sveitina, Bjarni Freyr er nú svolítið svekktur því honum langaði að fara í nýja hjólhýsið ( hann hefur ekki prófað þetta nýja sko ) en það verður bara farið eitthvað um næstu helgi einn aukadagur þá Grin en Bjarni Freyr fer þá líklega ekki með fyrr en um þarnæstu helgi ( lítið hægt að gera í því ) ,hann er bara hjá okkur aðra hvora helgi (bömmer)  

Jóhann Helgi og Ragga eru að hugsa um að vera hjá okkur um helgina það er frábært Grin,það er svo langt síðan ég hef séð drenginn , hann slasaði sig um daginn í vinnunni þegar lyftari keyrði yfir fótinn á honum svo hann hefur ekki verið vinnufær í rúma viku en fer að vinna eftir helgina(Byko kef),heppin að ekki fór verr en fólk getur svo sem átt lengi í meiðslum þó svo að ekkert hafi brotnað  .Vonandi hitti ég Jóhann oftar þegar hann verður komin með bílpróf ,það er að styttast í 17 ára afmælið og prófið bara eins gott að drengurinn muni eftir að spenna beltið .

 Spennandi hvort að við náum að skipta um bíl fyrir helgi eða um helgina ,erum að vinna í því ,ætli Avensis verði ekki fyrir valinu. Ágætt að eiga þá Crúser og Avensis .. ég get allavega ekki sagt að ég hafi verið ánægð með Focusinn hann er of mikil dolla fyrir minn smekk ,en það er auðvitað bara mitt álit, við erum nú svolítið Toyota fólk 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

já mæli með Toyotu

Solla Guðjóns, 28.7.2007 kl. 01:07

2 Smámynd: www.zordis.com

Ég er að fara að skipta um bíl og á í vandræðum með að velja.  Sá sem ég vil tekur 5 mánuði að fá!  Svo nú er ég að spá í að hætta við og kaupa mér gamlan Citroen bragga en ekki Nýjan blæju voffa!

Ég get allavega spáð í þessu og velt mér uppúrþessu og farið hring e hring í bíla og mótormálum ....

www.zordis.com, 28.7.2007 kl. 10:20

3 Smámynd: www.zordis.com

jæja ... það styttist í helgina ......!

www.zordis.com, 30.7.2007 kl. 19:00

4 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Bílakaup..prrr ekki einfalt... er sjálf að spá í Golf hmm

Knús

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 30.7.2007 kl. 21:16

5 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Til hamingju með nýja bílinn og takk fyrir kíkið

Vatnsberi Margrét, 31.7.2007 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband