Þórisstaðir ..
16.7.2007 | 09:55
Vorum með hjólhýsið á Þórisstöðum um helgina, það var ágætt að vera þar, þetta er svona la la svæði, það var allavega sól og hiti en á aðfaranótt laugardags þá hvessti svo svakalega að fólk sem var í tjöldum var í vandræðum og var á ferðinni að festa betur til að reina að komast hjá því að allt fyki um koll , eitt tjald fauk alveg og gafst sá sem það átti upp og fór heim , svo var fínt veður um morgun. mikið rosalega er hjólhýsi frábær uppfinning maður finnur ekki mikið fyrir svona veðri ( smá hristingur ) en Kiddi fór samt út um miðja nótt til þess að staga sóltjadið niður , ekki vildum við að að fyki út í buskann ( ekki hún Ísabella)
Litli bróðir minn á afmæli í dag til hamingju með daginn Viðar hann er stærri en ég og er samt litli bróðir
Athugasemdir
Litli bróðir er búinn að fá hamingju óskir frá mér
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.7.2007 kl. 13:21
Sami afmælisdagur og Tengdó! Ég var í veislu í dag og það var gaman! Til hamingju með litla bróðir.
Jæja, svo það er komið tjaldsvæði á Þórisstöðum, skyldi Sigga Jóns vita af því????
www.zordis.com, 16.7.2007 kl. 20:34
Til hamingju með litla bróðir :)
Vatnsberi Margrét, 17.7.2007 kl. 01:04
Til hamingju með litla bróður.
Það er bara hvergi betra en í Reykjavík þessa dagana.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.7.2007 kl. 14:02
til hamingju með bróðurinn
Ólafur fannberg, 18.7.2007 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.