stimpla sig inn eftir sumarfrí ..

Jæja þá er sumarfríinu lokið ,var lokið 8 júlí og við taka helgarferðir hingað og þangað .ég setti inn helling af myndum úr ferðinn okkar um landið inn í sumarfrí 2007. við lögðum af stað 8 júní og byrjuðum á að fara á Blönduós þar sem er eitt að betri tjaldsvæðum landsins svo var ferðinni heitið í Vaglaskóg þar sem við vorum 2 nætur ,þá var farið í Ásbyrgi þar voru soðaðar náttúru perlur en bara stoppað eina nótt ( ekkert spes veður ) þá fórum við í atlavík og vorum þar í 9 nætur , þar er yndislegt að vera og veðrið æðislegt, börnin undu sér best í Atlavík skoðuðum meðal annars Mjóafjörð sem mér finst vera yndislega fallegur og enginn ætti að láta fram hjá sér fara svo var keyrt út um allt á Austfjörðum síðan lá leiðin á Kirkjubæjarklaustur þar leiddist okkur öllum ( undarlegt ) þá var reindar moldrokið mikla og maður var pakksaddur af mold allan daginn Cool þá fórum við á tjaldsvæði rafiðnaðarmanna við Apavatn ( skemmtilegt svæði) í 3 nætur og vorum svo heima í 2 nætur og þá var farið af stað aftur og tekið strauið á hamingjudaga á Hólmavík í fallegur veðri svo  þaðan í Húsafell en þar var veðrið svo gott að sumafríið var klárað þar fyrir utan eina nótt sem við þurftum að vera í bænum en skildum þá bara hjólhýsið eftir og vorum svo um helgina  þar .. Sem sagt af þeim 4 vikum sem við vorum í fríi þá vorum við heima 3 nætur , ég er að segja ykkur það að þetta er yndislegt að geta verið með hjólhýsið í eftirdragi og komið sér fyrir nánast hvar sem er . við erum strax farin að hugsa um hvert á að fara um næstu helgi ..

eftir helgina fáum við svo nýja hjólhýsið okkar sem er nokkuð stærra en það sem við erum með í dag ég get ekki beðið . það er LMC favorit 720, gríðarstórt 2 öxla hús ( bara æðislegt )   LoL

sólsetur í Húsafelli

 fallegt sólsetrið í Húsafelli

áður en ég set inn hvað þessi foss heitir þá ætla ég að athuga hvort einhver þekkir hann  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að geta kíkt á blogg aftur. Frábært frí hjá ykkur greinilega. kv

Arna Ósk (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 18:04

2 Smámynd: Kristín Jóhannesdóttir

Velkomin aftur til starfa :)

Frábærar myndir og greinilegt að þið fenguð gott veður, sko ekki alltaf slæmt að vera á íslandi.  kv

Kristín Jóhannesdóttir, 11.7.2007 kl. 18:36

3 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Gaman að sjá þig á blogginu aftur.. svona rétt áður en ég fer í frí : ) Frábærar myndir.. Kiddi er flinkur að standa á höndum, og ég skellihló  af myndinni af Bombu blautri..hehe Til hamingju með nýja hjólhýsið, verður ekki bara skellt sér með það til Noregs ; )

bið að heilsa í bili.. Ólína

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 11.7.2007 kl. 20:33

4 Smámynd: Ólafur fannberg

velkomin aftur og klukk á þig Nú verður þú að nefna 8 atreiði um þig segja hver klukkaði þig og nefna þá 8 sem þú ætlar að klukka

Ólafur fannberg, 11.7.2007 kl. 23:51

5 Smámynd: www.zordis.com

Ekki veit ég hvad zessi fallegi nidur heitir ...... Greinilega gott frí og zid erud útlilegu "frík"  gott ad njóta sín í gersemum náttúrunnar.  Aetla ad skoda myndirnar núna og gott ad fá ykkur til baka ..... fríid mitt byrjar sjötta ágúst svo zad er smá í mitt .......

www.zordis.com, 12.7.2007 kl. 19:07

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Keyrði einu sinni milli tveggja mannhárra skafla til að komast í Mjóafjörð. En þegar við komum að firðinum og snjónum lauk, .þetta var að sumri, þá var svo grýtt að við treystum okkur ekki niður. Sáum fjörðinnn bara ofan frá. Ég er ættuð aðan og langaði að fara. Kom einu sinni með bá en þá var ég 4 ára. Fór frá Norðfirði.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.7.2007 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband