hvernig er það á ekkert að fara að hlýna
25.5.2007 | 09:36
þetta fer nú að verða hálf ógnvekjandi það er kominn 25 maí og í morgun þegar ég fór út í bíl með stjúpdætrum mínum þá snjóaði, ég gat ekki annað en hugsað til þess að eftir 14 daga erum við komin í sumarfrí hvernig skildi veðrið verða þá og við erum ekki með nein útlandaplön að þessu sinni .Það er planað að gera eins og við gerðum sumarið 2005 fara í ferðalag um landið í kannski 4 vikur ..þetta fer að verða spurning um hvort að við þurfum að taka með okkur snjógalla ,sé ekki alveg fyrir mér þessa dagana að það verði stuttbuxur ..
Við og börnin förum allavega af stað í sumarfrí 8 júní eða umbaðbil, eitthvert út í bláinn með nýju myndavélina að vopni spurning hvort myndirnar verði fallegar vetrarlegarsumarmyndir eða hvor að sumrið nær að komast að og myndirnar verða sumarlegar og sætar.
Athugasemdir
Ljós og Kærleikur til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.5.2007 kl. 11:21
Ísland ber nafn með rentu þessa daganna :)
Björn Zoéga Björnsson, 25.5.2007 kl. 11:26
Endar þetta ekki bara í skíðaferð með sígaunavagninn ? Munið bara að taka snjóskófluna með.
Ertu viss um að nýja myndavélin þoli svona kulda????
Ingvar, 25.5.2007 kl. 12:29
góð hugmynd Ingvar. það er auðvitað keyptur varmapoki fyrir myndavélina
Margrét M, 25.5.2007 kl. 12:55
Sumarið byrjar á mánudaginn, svo hafðu engar áhyggjur. Landið okkar er reyndar alltaf fallegt í hvaða veðri sem er.
Brauttur (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 20:13
Það er víst óhætt að segja að það hausti snemma þetta vorið
Gerða Kristjáns, 25.5.2007 kl. 22:14
Skrítið veðurfar eða skrítið? Njóttu þín með sólargeislanum Krútta og börnunum ......
www.zordis.com, 26.5.2007 kl. 10:36
Ó já það er oft kalt á íslandi í júni.Vona að fríðið ykkar verði gott, hvernig sem verðið verður.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.5.2007 kl. 20:10
Solla Guðjóns, 28.5.2007 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.