námskeið.
8.5.2007 | 11:10
Erum á hvolpanámskeiði með Bombu prinsessu, í gær var tími nr 2, gengur bara vel , maður lærir töluvert sjálfur á þessu um hvernig er best að umhverfisvenja vel og þess háttar . það eru allir bræður hennar Bombu á sama námskeiði , gaman að fylgjast með hvað er mikill munur á þeim í stærð Bomba er líklega næstum kílói léttari öll nettari og minni ,hún er líka eina stelpan og á auðvitað að vera minni ( ein af mörgum ástæðum fyrir að ég vildi frekar tík)
viðbót skrapp á hundasnyrtistofu og keypti reitingarhníf og undirfeldsköfur , þá er mér næstum ekkert að vanbúnaði að snyrta Bombuna mín ,vantar bara borðið en því redda ég á morgun, það margborgar sig að læra að snyrta sjálfur , borgar sig upp á ca 6 mánuðum, en það þarf að lata snyrta snauzer á 3 mánaða fresti
Athugasemdir
hún á eftir að þyngjast þrefalt á við bræðurna heheheehe
Ólafur fannberg, 8.5.2007 kl. 12:46
nauts
Margrét M, 8.5.2007 kl. 13:43
Ef mig minnir rétt þá varstu nú ekki í neinum vandræðum með að snyrta hina ýmsu hausa hér í gamla daga svo þér verður ekki skotaskuld úr því að hafa Bombuna fína. Luv
Arna Ósk (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:35
er en að snyrta hausana mína líka
Margrét M, 8.5.2007 kl. 14:39
innlitskvitt.... hlakka til að sjá þig... og vonandi Bombuna líka
Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 8.5.2007 kl. 15:11
Þetta hlýtur að taka á - að reyna að siða Bombu og Kidda á námskeiði og að læra öll þessi nýju orð :) klapp á bak
Björn Zoéga Björnsson, 8.5.2007 kl. 16:43
Bara nóg að gera hjá þér líka
Kolla, 8.5.2007 kl. 19:32
Hundasnyrtir er væntanlega ærið og skemmtilegt! Frábærar fyrirsætur
www.zordis.com, 8.5.2007 kl. 20:58
Flott hjá þér að ætla að snyrta Bombu sjálf.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.5.2007 kl. 21:20
Bomba er flottust Gaman að gengur svona vel á námskeiðinu. Hvar kaupiru snyrtiborðið? Hef heyrt að það sé gott verð hjá liba.is
Vatnsberi Margrét, 8.5.2007 kl. 23:41
ætla að kaupa það hjá Libu .. þekki Ólöfu ágætlega , keypti hjá henni bæli
Margrét M, 9.5.2007 kl. 08:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.