Dýrustu buxur heims

 Royr Pearson dómari í Washington í Bandaríkjunum hefur kært fatahreinsun í borginni fyrir að týna fyrir sér buxum. Hann heimtar 67 milljónir dollara í skaðabætur. Það eru yfir fjórir milljarðar króna. Hann telur sig hafa orðið fyrir sálrænu tjóni og óþægindum vegna buxnamissis. Hann hafi ekki getað mætt í vinnuna í uppáhaldsfötunum sínum. Hann hefur boðað 63 vitni í málinu. Hin kærða Chung-fjölskylda hefur varið hundruðum þúsunda króna í málsvörnina. Frá þessu segir á ABC. Þegar dómarar komast upp með að láta svona illa í Bandaríkjunum, er von, að lögfræðingarnir séu frekir.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Allt svo ýkt í Ameríku

Kristberg Snjólfsson, 3.5.2007 kl. 13:57

2 Smámynd: Solla Guðjóns

En það brjálæði.Virkilega satt???

Solla Guðjóns, 3.5.2007 kl. 18:22

3 Smámynd: www.zordis.com

Með ólíkindum alveg!  Eins gott að þurfa ekki á fatahreinsun að halda ....

www.zordis.com, 3.5.2007 kl. 19:56

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Dýrar buxur það.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 3.5.2007 kl. 21:48

5 Smámynd: Ólafur fannberg

rándýrar

Ólafur fannberg, 3.5.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband