afmæli og ABC

létum loks verða að því að styrkja barn hjá ABC ,það er 6 ára stúlka sem heitir Carolyn og býr í Kenya Wink..krakkarnir eru himinlifandi ,þeim finst þetta ferlega spennandi.

pim12Verðum með afmælisveisu fyrir afmælisbörnin okkar þrjú á sunnudaginn svo framundan er bakstur og eitthvað svoleiðis , vill sem betur fer til að það tekur yfirleitt ekki eins langan tíma að baka og maður gerir ráð fyrir ,lengsti tíminn fer í að gera myndatertu, það er búið að semja við stelpurnar um að það verði bara ein slík að þessu sinni en ég fann Diddl mynd af "Pimboli"(hér til hliðar)  sem verður gerð á kökuna núna(nema að ég finni einhverja aðra mynd á næstu klukkutímum) , bara vonandi að vel takist til , í fyrra  gerði ég eina köku með tveimur myndum af Lísu og Bart Simpson og árið þar áður voru það ein myndakaka á mann , einn bangsi ,einn hundur og einn spidermannhaus, það er bara svo tímafrekt er gera svona myndatertu að ég nenni ekki að gera margar ..Ætla að prófa eina nýja tertu núna Söruterta ,spennandi að vita hvernig hún kemur til með að bragðast .Alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt , það koma yfirleitt c.a 40 manns, eins gott að vera með eitthvað gott gúmmelaði ..

Um helgina tökum við líka sígaunavagninn heim ,erum komin með ferðafyðringsflakkarasindrom á háu stigi og getum varla beðið eftir að komast af stað  ,það á eftir að græja  húsið með sjónvarpi og steriogræjum ,persónulega finnst mér ekki þörf á að vera með sjónvarp ,en ég er víst einum að finnast það svo að það er 19"flatskjár og ekkert minna sem var boðlegtLoL , ætli Matti sé með jafn gott tæki ..humm 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gangi þér vel að baka og með veisluna. Og svo með sígaunavagninn.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.4.2007 kl. 12:01

2 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Gangi þér vel í bakstrinum og knúsaðu krakkana til hamingju frá mér

Verður sem sagt vel valdir áfangastaðir með sígaunavagninn í sumar, góð skilirði fyrir tv og netsamband til að blogga

Vatnsberi Margrét, 27.4.2007 kl. 12:53

3 Smámynd: Björn Zoéga Björnsson

Til hamingju með afmælið :) öll sömul ;)

Björn Zoéga Björnsson, 27.4.2007 kl. 13:29

4 Smámynd: Ólafur fannberg

gangi þér vel með baksturinn,og veisluna...

Ólafur fannberg, 27.4.2007 kl. 15:19

5 Smámynd: www.zordis.com

Dugnaður í kerlingunni!  Til lukku með börnin og gangi þér vel með framkvæmdina í eldhúsinu!  Þú verður væntanlega að halda krútta frá hrærivélahreyflunum ...... æj man ekki hvað þetta heitir lengur enda á ég ekki hrærivél , heldur keypti bakarí en finnst brauðtertur bestar!  Góða helgi ......

www.zordis.com, 27.4.2007 kl. 16:54

6 Smámynd: Viðar Þór Marísson

Hvað ætlar svo kiddi að baka fyrir okkur fyrir afmælið? .  Sjáumst á sunnudaginn

Viðar Þór Marísson, 27.4.2007 kl. 18:31

7 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Já Viddi einhver verður að baka á heimilinu

Kristberg Snjólfsson, 27.4.2007 kl. 19:32

8 Smámynd: Solla Guðjóns

Já það á ekkert að slá af um helgina sýnist mér.Gangi ykkur vel og til lukku með krakkana.

Solla Guðjóns, 28.4.2007 kl. 00:52

9 Smámynd: Kolla

Til hamingju með öll afmælisbörnin. Vona að alt gangi vel

Kolla, 28.4.2007 kl. 09:07

10 Smámynd: Gerða Kristjáns

Til hamingju með alla hrúguna

Gerða Kristjáns, 28.4.2007 kl. 23:31

11 identicon

Til hamingju með börnin. Ég er nú að spá í hvort þú þurfir ekki að fara að gefa út orðabók með nýyrðunum þínum. Þau eru bara flott. Knús

Arna Ósk (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband