Bomba mín...
29.3.2007 | 09:24
Bomba mín kom með mér í vinnuna í dag ,það gerði hún reindar líka síðasta mánudag í 2 tíma, hún er nefnilega ekki tilbúin til að vera ein heima lengi því hún er svo lítil . Kiddi er yfirleitt með hana með sér en núna er skemmtun í skólanum hjá stelpunum og Bomba kom þá með mér þar til Kiddi getur komið og náð í hana . Hún er nún bara stillt og prúð heilsaði aðeins upp á starfsfólkið og lagði sig svo ,hún er strax hætt að þurfa að fara út um miðja nótt en er en að vekja okkur ,þá nægir að sussa á hana.ég er gjörsamlega fallin fyrir Bombu ,sem er auðvitað fyndið því að ég vildi sko EKKI hund, það virðist vera að fólk sem vil ekki hund falli fyrir þessari tegund ,það kom maður til Kidda í gær sem vildi alls ekki hund en hann er kolfallin fyrir þessari tegund og er núna að hugsa um að fá sér svona hund.. Bomba uppgötvaði í fyrrakvöld að hún gæti gelt svo nú er hún að gelta pínu lítið á okkur en hún verður snarlega vanin af því
Athugasemdir
Skil,kvolpar eru "næstum"ómótstæðilegir
Solla Guðjóns, 29.3.2007 kl. 10:26
Hahaha!! Bara gaman að þessu. sérstaklega með tilliti til þess hvað þú varst hörð á því að þú fengir þér sko aldrei hund og skildir ekkert í fólki sem nennti þessu Ég mæti örugglega til að horfa á ykkur mæðgur hlaupa fyrsta hundasýningarhringinn
En þetta er frábær tegund og alveg magnaðir caracterar,
Ingvar, 29.3.2007 kl. 10:28
já við verðum að sýna Bombuna okkar en þá er víst best að byrgja sig upp af öfnæmislyfjum , svo er líka verið að plana námskeið ,he he
Margrét M, 29.3.2007 kl. 10:44
Segðu mér, magga, er þetta hreinræktaður... (hm) sóði?
Bragi Einarsson, 29.3.2007 kl. 11:11
Bragi ertu að meina Bomba eða ertu að tala um einhvern annan .. Bomba er hreinræktuð dvergschnauzer en hún nú enginn sóði sko
Margrét M, 29.3.2007 kl. 11:17
Frábær hún Bomba. Hún er semsagt að komast af þvi að hún kann að tala eins og hinir.Gaman af þessum dýrum.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.3.2007 kl. 11:49
Þú sem varst ekki til í hund og skildir eiginlega ekkert í okkur hinum að nenna þessu hlakka til að fá að knúsa Bombu og já við verðum að horfa á þegar daman verður sýnd velkomin í hundafamylien
Vatnsberi Margrét, 29.3.2007 kl. 12:35
bombukveðja frá mér með ljós
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 29.3.2007 kl. 14:32
hihi, gott að heyra að alt gengur vel með Bombu litlu
Klem
Kolla, 29.3.2007 kl. 17:00
It´s a kind of magic! Ég gæti ekki verið með hund þar sem ég er svo sjaldan heima ..... Nágranninn á svona bombulegan hund svo ég á eiginlega hund og granna til að gæta hans
www.zordis.com, 29.3.2007 kl. 19:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.