úff
27.3.2007 | 08:45
það er allt á öðrum endanum heima hjá okkur ,það gengur hægt hjá smiðunum að skipta um gólfið, ég sé fyrir mér að þetta verði ekki búið fyrir páska, nema þeir fari að vinna orlítið hraðar ,þeir gera þetta mjög vel en eru gríðarlega lengi, í gær var fyrsti dagurinn sem að við sáum að þeir hafi gert eitthvað að ráði ,en þá vantaði einn þeirra .Getur verið að hann sé slórarinn og hægi á hinum ,humm, veit ekki, en ég vona að þetta fari að skríða saman, því að það er allt orðið rikugt og ógeðslegt hjá okkur ,stelpurnar skilja ekker í hvað er mikið rik niðri þegar verið er að vinna á efri hæðinni ,he he.
það gengur voða vel með Bombu litlu, hún er voða góð og þæg, virðist vera fljót að læra, algjör dúlla
Athugasemdir
Get rétt ýmindað mér hvað það fer í þig að hafa ryk yfir öllu það hlýtur að vera martröð fyrir tusku óða manneskju eins og þig
Fra´bært að vel gengur með Bombu hlakka til að hitta hana
Varðandi boðskortið þá gildir það fyrir strákana og skvísurnar líka
Vatnsberi Margrét, 27.3.2007 kl. 08:52
Hún allavega gat ekki látið riksuguna né tuskuna í friði í gær og svo skúraði hún allt líka, æ hún er svo dugleg þessi elska
Kristberg Snjólfsson, 27.3.2007 kl. 09:03
samúðarkveðjur ! og hamingjukveðjur. steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.3.2007 kl. 09:07
gólfin á neðri hæðinni voru líka eins og fjósagólf í gær ,ekki hægt að bjóða neinum að ganga um þau .. það var eiginlega skilda að þrífa þau. ætli við verðum ekki að skúra þau aftur í kvöld..
Margrét , við mætum með allavega þrjú að englunum okkar..
Margrét M, 27.3.2007 kl. 09:11
Stóð í miklum framkvæmdu innanhúss í sumar. OMG RIK RIK RIK og óþolinmæðin sem var í gangi á bænum aðallega mér sem drottnar yfir heimilinu og þekki tuskuna og riksuguna betur en aðrir fjölskyldumeðlimir og þvottavélina og brjótasamanþvottinndæmið og og En allt tekur enda og gleðin tekur völd.
Gangi ykkur vel eða á ég að segja gangi iðnararmönnunum vel
Solla Guðjóns, 27.3.2007 kl. 14:45
Ohh ég hata ryk, sérstaklega ryk sem kemur þegar maður er að gera upp, úff.
Æðislegt að Bomba sé svona dugleg
Knús og kossar
Kolla, 27.3.2007 kl. 19:13
Gaman að það gengur vel með bomby. samúðarkveðjur vegna ryks. Vonandi gengur þetta báðum yfir.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.3.2007 kl. 20:41
Nú er bara að ræsa út alla englana sem bíða eftir kallinu, smá spark í rassinn á þessum ofur íslensku eða pólsku verkamönnum og ....... blahhhhhhh allt GOTT ............... gangi ykkur vel!
www.zordis.com, 27.3.2007 kl. 22:02
innlitsknús
Ólafur fannberg, 27.3.2007 kl. 22:19
Hæ skvís!!!!! Til hamingju með Bombuna (og rykbombuna líka)
Ingvar, 27.3.2007 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.