Bomban komin.

Ekkert varð úr að við fengjum Bombu á föstudaginn hún var slöpp eftir sprautuna, en í gær náðum við í hana. þegar við komum til að ná í hana hjá eiganda mömmunar þá saði eigandin að hún yrði eiginlega að halda Bombu eftir þar sem Bomba væri eini hvolpurinn úr þessu goti sem er 100% fínn, hinir eru væntanlega með yfirbit ( ekki alveg á hreinu samt ) bauð okkur að fá týk úr öðru goti á Selfossi Shocking,við vorum ekker sélega ánægð með það, þá bauð hún okkur að taka Bombu án þess að greiða fyrir hana og hún myndi þá sjálf koma til með að stjórna hvort og hvaða rakki væri notaður til ræktunar með Bombu í framtíðinni, og Bomba yrði þá að vera hjá henni þegar got væri í gangi og þar til hvolparnir væru farnir  ,NEI Pinchsagði ég ( segi yfirleitt ekki mikið en mér leist bara ekki á þetta  )Það kemur ekki til greina engan vegin tek samt fram að þara var ekket rifrildi eða neitt slíkt bara samningaviðræður  .þarna vorum við farin að sjá fyrir okkur grát og gnístan tanna hjá krökkunum ,þeim var búið að hlakka svo mikið til . En svo sagði konan æi ég get ekki gert ykkur þetta þið fáið hana bara en þið verðið að lofa mér því að sína hana þetta er svo 100% flott tík að það er ekki hægt annað . Og við lofuðum því og munum örugglega halda loforðið .

Bomba var stillt og prúð í nótt ,vaknaði um 2 leitið til að pissa, Kiddi fór með hana út og svo svaf hún til 7 í morgun þá þurfti hún að pissa aftur Kiddi minn fór með hana aftur svo settum við hana aftur í búrið til að athuga hvort það væri ekki hægt að kúra lengur ,viti menn það gekk upp Bomba lagði sig aftur þar til stelpurnar fóru á stjá ..hún er voða dugleg að gera þarfir sínar úti, ekkert slys komið en sem komið er , hún viðrist láta vita þegar hún þarf að fara út . svo finst henni lika bara gaman úti ..  

Picture 021

Picture 029

Picture 035 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Hún er rosalega sæt, svo eru krakkarnir greinilega ánægðir með bombu litlu.   Til hamingju með hana!

www.zordis.com, 25.3.2007 kl. 10:21

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Las grein fyrir stuttu þar sem sagt var frá hversu hollt og gott það væri fyrir börn að hafa gæludýr á heimilinu. Á mínu heimili eru 2 hundar, köttur, naggrís og 2 salamöndrur . Ég get tekið heils hugar undir með þessari grein, ekki síst vegna stráksins míns sem er einhverfur. Þetta getur verið mál og fyrirhöfn en fullkomlega þess virði. Bomba er frábær viðbót við fjölskylduna ykkar. Til hamingju og gangi  ykkur vel.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.3.2007 kl. 10:45

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamingju með litlu bombuna. Æ hvað hún er sæt hún Bomba.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.3.2007 kl. 11:05

4 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Humm hún er nú allgjör Bomba gaman að henni

Kristberg Snjólfsson, 25.3.2007 kl. 11:24

5 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn !  Hún er jú bara svooo sæt. Og alveg frábært að hún virðist vera búin að læra að láta vita þegar hún þarf að pissa... það er nefnilega frekar krefjandi tími.. Hafðu það sem allra best !

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 25.3.2007 kl. 11:38

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hjartanlega til hamingju ! það er svo yndislegt að fá hvolp í húsið.

ljós frá mér.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 25.3.2007 kl. 11:54

7 Smámynd: Ólafur fannberg

til hamingju

Ólafur fannberg, 26.3.2007 kl. 08:20

8 Smámynd: Björn Zoéga Björnsson

Til hamingju með nýja fjölskyldumeðliminn  það er kraftaverk að Kiddi skuli fást til að vakna svona um miðja nótt  gangi ykkur vel

Björn Zoéga Björnsson, 26.3.2007 kl. 10:09

9 Smámynd: Margrét M

já hann er duglegur hann Kiddi minn ...

Margrét M, 26.3.2007 kl. 11:26

10 Smámynd: Kristberg Snjólfsson

Skil þetta ekki er alltaf tilbúinn að sinna fjölskyldunni hvort heldur er ferfætlingum eða hinum yndislegu meðlimum fjölskildunnar skil bara ekkert í Byrni að segja svona um dugnaðarforkinn mig

Kristberg Snjólfsson, 26.3.2007 kl. 12:50

11 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Gott að allt fór vel og til hamingju með að fá Bombu heim

Vatnsberi Margrét, 26.3.2007 kl. 16:15

12 Smámynd: Solla Guðjóns

Vá fallleg þessi Bomba.Til hamingju

Solla Guðjóns, 27.3.2007 kl. 14:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband