frábær helgi ..
12.3.2007 | 09:37
Helgin var bara yndisleg .. og Ingvar ég fór varlega með Kidda minn , á föstudagskvöldið horfðum við á X-faktor mér finnst Ellý alltaf koma svo illa fram ,en hvað um það... Kiddi varð svo hrifin að kjólnum sem Halla var í ( sem betur fer varð hann ekki svona hrifinn að Höllu ) að hann vildi endilega fara í Coast í Smáralind á Laugardaginn og helst vildi hann kaupa svona kjól, þetta er gullfallegur kjóll eins hún var í og passaði hann mér mjög vel , en í þessari mjög svo smekklegu búð er mikið til af fallegum kjólum og viti menn ég mátaði nokkra og þeir pössuðu eins og flís við rass ég á ekki auðvelt með að fá föt sem passa í allastaði yfirleitt eru flíkurnar of víðar í mittið, jæja en við gengum út með mjög fallegan kjól sem við fundum í sameiningu og Kiddi keypti hann handa mér held að hann hafi helst viljað kaupa tvo eða þrjá. Við fórum líka í Dýraríkið og skoðuðum hvað er á boðstólum fyrir Bombu litlu en hún kemur líklega þarnæstu helgi til okkar . En á Laugardagskvöldið fórum við hjónin og héldum upp á brúðkaupsafmælið okkar sem var 4 mars ,fórum á Grillið á Hótel Sögu og tókum áhættuna á því að panta okkur 4 rétta óvæntan matseðil sem reyndist vera æðislegur það var fyrst hörpuskel svo kom sandhverfa svo þar á eftir komu dádýralundir og svo himneskur eftirréttur þetta bragðaðist allt alveg með eindæmum vel , ég pantaði mér rauðvín með matnum og kláraði nánast heila flösku "alein"
það voru aðeins dreggjarnar eftir ,jæja ég dugleg he he . Þetta var yndislega dásamleg og rómantísk búðkaupsafmælismáltíð þarna á Grillinu.. Höfðum það svo bara gott í gær og gerðum nánast ekki neitt .hér er svo mynd af nýja kjólnum mínum .
Athugasemdir
Skiptir ekki máli í fötum eða ekki fötum alltaf glæsileg
Kristberg Snjólfsson, 12.3.2007 kl. 09:42
flott
Ólafur fannberg, 12.3.2007 kl. 09:52
Smekk maður þarna á ferð;) Frábært að helgin heppnaðist vel.
Vatnsberi Margrét, 12.3.2007 kl. 09:54
Krútti krútt er flottur með glæsilega konu í glæsilegum kjól sér við hlið.Áhættan er oftast þess virði að tak'an.
Ynnilega til hamingju með hvort annað
Solla Guðjóns, 12.3.2007 kl. 10:30
Þú ert gullfalleg í nýja kjólnum. Gott að þið skemmtuð ykkur svona vel.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.3.2007 kl. 10:55
ooohh .. takk fyrir hrósið allir ...það er svo yndislegt að finnast maður vera flottur og fínn og sætur .. mér fanst það og var ekkert smá ánægð með sjálfa, mig það var skemmtileg tilbreyting að finnast þetta .. þarna á Grillinu vorum við í rúma 3 klukkutíma .. alveg í himnasælu..
Margrét M, 12.3.2007 kl. 14:25
Margrét þú ert rosalega flott og falleg í kjólnum. Þið hafið átt góða stund saman og eruð mjög verðug þessari yndislegu stundu! Ég lofa sjálfri mér að næst þegar að brúðkaupsafmæli númer 2 kemur að fara án barnanna (já ég er stundum skrítin) ......... hehe að vilja vera án barnanna!
www.zordis.com, 12.3.2007 kl. 21:44
Æðislegur kjóll á fallegri konu
Gerða Kristjáns, 12.3.2007 kl. 22:46
Bomba er voða mikið krútt, til hamingju með hana !
Steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.3.2007 kl. 07:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.