Laddi..
19.2.2007 | 10:13
fórum í Borgarleikhúsið á laugardaginn og sáum Laddi 6tugur ,þetta var bara hin besta skemmtun sérstaklega eftir hlé Laddi er bara alltaf fyndinn þó að það séu gamlir brandarar. En þetta er alls ekki eins skemmtilegt og Pabbinn sem er í Iðnó. Það sem kom mér verulega á óvart var það að það eru leifðar reykingar (uppi á svölum,frammi) í hléinu svo angaði allt húsið .Fórum að boðra á Tivoli á undan ,það er fínn staður svona svipaður og Ítalia ...
Bjarni Freyr var hjá Inga og Lauju á meðan við fórum í leikhúsið og kom svo saddur heim að hann var en saddur á sunnudagsmorguninn, hann borðaði bara eina skál af morgunkorni, hann er vanur að borða svona 4 skálar af morgunkorni sem er ekki mikið fyrir hann fyrir ári síðan voru það alltaf 6 skálar á hverju morgni , og barnið er eins og tannstöngull hann er svo grannur ,,
Á konudaginn lét svo maðurinn minn yndislegi senda heim blóm, það var ekkert smá vöndur nei nei ,það voru 15 rauðar stórar rósir
Athugasemdir
Mæliru frekar með að ég sjá Pabbann .... væri alveg til í leikhús næstu helgi aðeins og stilla hlátursstrengina!
www.zordis.com, 19.2.2007 kl. 10:23
já pabbinn er bara fyndið , svo af þessu tveimur sýningum þá mæli ég með pabbanum. líka gaman að fara fyrst í matin ,það gerðum við ,
Margrét M, 19.2.2007 kl. 10:44
til hamingju með rósirnar ...
Ólafur fannberg, 19.2.2007 kl. 11:11
Vá 15 stórar rósir. En þú heppin. Gott að þið skemmtu ykkur en auðvitað á ekki að leyfa reykingar á svölunum þegar allt húsið angar svo á eftir. oj BJAKK.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 19.2.2007 kl. 16:39
Laddi er sá drepfindnasti
Aðrir karlar ættu að taka þinn til fyrirmyndar
Solla Guðjóns, 19.2.2007 kl. 19:34
KNús
Vatnsberi Margrét, 20.2.2007 kl. 01:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.