hundurinn ...
15.2.2007 | 14:51
Nú er Gutti farinn heim og mínum yndilega eiginmanni langar þá í hund,get alveg skilið það ,en mig langar ekkert í hund, mig langar ekki að vera illt í hálsinum ofan í lungu og slæm augunum og heldur langar mig ekki að éta ofnæmislyf ,það er jú til einhverjir ofnæmisfríir hundar ,en mig langar ekki að tína upp hundaskítbjakk, eða vera að vesinast með pössun fyrir hundinn,það er meira en að segja það að vera með dýr,það krefst mikils ef vel á að vera ... en þetta er ekkert að valda neinum leiðindum á milli mín og míns yndislega eiginmanns .honum langar bara í hund en ekki mér ..búið... .niðurstaða.OK..þar sem ég vil alltaf vera góð við mína fjölskyldu þá veit maður aldrei svo sem ef hinir vilja tína hunda skít , og ef það væri einhver sem alltaf gæti tekið dýrið og ég get svo sem verið á ofnæmistöflum, bara nenni því ekki ....getur ekki Kiddi minn farið út að ganga með mig og klappað mér .. þarf nokkuð hund...
Athugasemdir
hehe þetta er einmitt öfugt hjá mér, mig langar í hund en ekki karlinum.. En þegar ég fæ loksins hund, á hann helst að lítill og helst Chihuahua. Ég er nú þegar búin að tala við nokkra sem eiga hunda og hafa ekkert á móti að passa fyrir mig, hehe. En ég held að það sé misjafnt hvaða hundar eru ofnæmisfríir, systir mín er með sikli terrier og þeir eiga víst að vera ofnæmisfríir, svo hef ég líka heyrt að Chihuaha séu ofnæmisfríir.
Kolla, 15.2.2007 kl. 14:57
það er Chihuahua sem við vorum að passa ,er með ofnæmi fyrir honum
Margrét M, 15.2.2007 kl. 15:24
Hef nefnilega heyrt um fleiri sem eru með ofnæmi fyrir chihuahua, eins og systir mín sem á silki terrier hundana
Kolla, 15.2.2007 kl. 15:29
Það eru nokkrar tegundir sem eru með minni vandamál en aðrir t.d .þessir http://www.hvuttar.net/?h=3432&g=115 en ég verð bara að strjúka Möggu minni því hún er ábyggilega líka með ofnæmi fyrir þessum
Kristberg Snjólfsson, 15.2.2007 kl. 16:50
Ég held þið ættuð bara ekki að fá ykkur hund fyrst staðan er þessi.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.2.2007 kl. 18:26
Postulínshundar eru þrifalegir, fallegir og algjört djásn! Spurning að gefa Krútta einn postulínshund ???
www.zordis.com, 15.2.2007 kl. 20:05
Fást líka sætir bangsahundar. Annars er það ég á mínu heimili að væla um að fá hund en hef kanski ekki bestu heilsuna í að vera að labba með hann öllum stundum svo ég bið kanski bóndan minn bara um bangsahund líka
Sigrún Friðriksdóttir, 15.2.2007 kl. 20:47
Við áttum einu sinni hund... aldrei aftur, takk
Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.2.2007 kl. 22:33
Ohh ég væri til í einsog einn enn
En jú til slatti af tegundum sem fara ekki úr hárum en geta samt valdið ofnæmi. Ég skal passa voffaling nú eða lána ykkur einn
Vatnsberi Margrét, 16.2.2007 kl. 00:16
gerfihundur á hjólum leysir vandann hehehe
Ólafur fannberg, 16.2.2007 kl. 08:14
mér líst best á postulínshund...
Margrét M, 16.2.2007 kl. 09:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.