ekki aftur takk..
30.1.2007 | 13:09
dæsssss...Á sunnudagskvöldið fékk ég þennan líka svaka höfuðverk, bara eins og hendi væri veifað og með höfuðverknum varð ég dofinn niður í vinstri handlegginn og báða fætur ,fékk vont bragð í munnin og verk í kjálka ,eyru og varð þvoglumælt.. Kiddi vildi strax hringja í lækni en mér fanst það nú bara meiga bíða en hann hringdi samt og okkur var sagt að koma strax og láta kíkja á mig , sem við gerðum, þetta var meðhöndlað eins og um neyðartilfelli væri að ræða,ég var með öll einkenni heilablóðfalls, læknirinn skoðaði eins vel og hægt var og komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri svokallað óhefðbundið mýgrenikast og blóðþrýstingurinn var himinhár þrátt fyrir að ég sé á blóðþrýstingslyfjum, en engu að síður var Kiddi beðin um að vekja mig um miðja nótt til að fullvissa alla um að mýgreni væri að ræða en ekki heilablóðfall, hann átti sem sagt að vita hvort að ég væri með á nótunum ...þess gerðist að vísu ekki þörf þar sem ég gat lítið sofið fyrir höfuðverk og Kiddi svaf lítið,því að hann hafði svo miklar áhyggjur að konuni sinni, svo var ég auðvitað heima í gær og var eins og drusla allan daginn , er hressari í dag og fer örugglega að vinna á morgun .Yfirleitt fæ ég einhvern fyrirvara á mýgreni eins og t.d ógleði eða þá að ég sé flekki eða rákir en að þessu sinni kom þetta bara fyrirvaralaust ,vona að þetta gerist ekki aftur í bráð ..
Athugasemdir
Farðu nú vel með þig.
Viðar Þór Marísson, 30.1.2007 kl. 13:20
ætti ég kanski að henda þrýstingslyfinu(sem ég er búin að taka í mörg ár) og kaupa bara 70%súkkulaði nei nei bara grín .. súkkulaði humm af hverju er ég ekki súkkulaðigrís.. fliss ætli maður geti fengið lækninn til að skrifa upp á súkkulaði .. he he
Margrét M, 30.1.2007 kl. 13:26
ÆÆii farðu nú vel með þig, en geturu ekki fengið fyrirbyggjandi lyf. Mér hefur verið boðið það hérna en sé ekki þörf á því þar sem ég fæ þetta svo sjaldan sem betur fer
Knús frá mér.
Sigrún Friðriksdóttir, 30.1.2007 kl. 15:24
Sigrún ég hef alltaf getað notast við að taka verkjatöflur þegar mér byrjar að verða flökurt eða fer að sjá flekki en það er líklega þörf á að endurskoða þetta og allavega koma þrýstingnum niður þetta er ekki nokkur hemja að vera á þrýstingslyfjum og samt með með efri mörk 168 og neðri 102 ... ég gæti bara sprungið ...he he
Margrét M, 30.1.2007 kl. 15:29
sprungið með hvelli Farðu varlega með þig...skipun
Ólafur fannberg, 30.1.2007 kl. 15:52
Farðu vel með skvís og taktu það rólega á næstunni
Vatnsberi Margrét, 30.1.2007 kl. 16:05
Úff ekki gott. . En ég hef heyrt að súkkulaði geti orsakað migreni, það er kanski ekki hjá öllum. En ég mæli með að þú verðir heima á morgunn líka og komir þér bara vel fyrir fyrir framan imbann og slappir vel af og hvílir þig.
Farðu vel með þig
Knús
Kolla, 30.1.2007 kl. 20:13
takk fyrir hugulsemina allir !!! nei súkkulaði tengist ekki mýgreni hjá mér ekki heldur rauðvín,sem betur fer he he .En hins vegar þá má ég alls ekki borða neitt sem inniheldur banana því miður .. held líka að kíví gefi mér höfuðverk, .. fer nú bara í vinnuna á morgun er búin að vera heima í tvo daga núna og hef ekki tekið verkjatöflur nema einu sinni í dag ,svo það verður bara vinna á morgun ,
Margrét M, 30.1.2007 kl. 21:07
Ég er að pæla í að fela lyklana af bílunum þannig að hún neiðist til að vera heima líka á morgun, hún kann nefnilega ekki á strætó
Kristberg Snjólfsson, 30.1.2007 kl. 21:25
þú ert nú bara óþekkur ,,ástin mín
Margrét M, 30.1.2007 kl. 21:29
Endilega fáðu tíma hjá heila og taugasérfræðingi og ath hvort þú getir ekki verið á fyrirbyggjandi lyfjameðferð, á að eiga góða samleið með háum blóðþrísting held ég.
Sigrún Friðriksdóttir, 31.1.2007 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.