ýmislegt
22.1.2007 | 11:15
Í dag er ég komin í vinnuna aftur, takk fyrir góðar batakveðjur allir ,var bara orðin þokkalega hress á laugardaginn og hélt að ég væri bara þokkalega hress en eftir að ég kom í vinnuna þá var ég komin með beinverki aftur vonum að þetta lagist á eftir ..
það var verið að laga hjá okkur hitan í húsinu á laugardaginn, það þurfti að blása út úr kerfinu og svol, þetta viðist hafa virkað þannig að það er loksins orðið heitt inni hjá okkur ...Svo komu til okkar góðir gestir sem við hittum allt of sjaldan Margrét og Ingvar og þau komu með pottablóm og sæta styttu og gáfu okkur , ég var einmitt að tala um í vinnuni að ég þyrfti kanski að fá mér eitt eða tvö blóm til viðbótar ,ég átti nefnilega bara tvö en nú á ég þrjú, takk fyrir komuna elskurnar .. Bjarni var líka hjá okkur um helgina, það er ekki laust við að honum leiðist þegar stjúpsystur hans eru ekki, þau eru yfirleitt alltaf dugleg að leika sé saman Kristófer og Jóhann og kærastan hans komu svo í mat í gærkvöld .
En að öðru við vorum að horfa á Kompás í gærkvöldi ,og vorum vægast sagt alveg steinhissa á því hvað menn eru að komast upp með ,þessi dæmdi barnaníðingur komin út úr fangelsi eftir að hafa afplánað rúmlega tvö af fimm árum ..það ætti frekar að læsa svona menn á einhverjum afviknum stað og henda lyklinum . þetta er ógeðslegt hvernig þessir menn haga sér hugsið ykkur ef einhver fullorðin maður telur sig hafa rétt á að koma heim til fólks og misnota barn þetta er skelfilegt ...
Athugasemdir
á að læsa svona lið inni og týna lyklinum
Ólafur fannberg, 22.1.2007 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.