heima

var bara heima í dag með einhverja flensu, og auðvitað með móral yfir því ,er nefnilega vön að fara í vinnu hvort sem ég er veik eða ekki ,ætla alltaf að sjá til og fara þá heim ef ég er alveg að drepast en það er magnað hvað maður lætur sig alltaf hafa það og tekur bara verjatöflur, en í dag ákvað ég að vera þá bara heima með beinverki og svol.                                                                                      Kristófer hringdi þá um kl 9 í morgun og ég náði í hann niður í bæ ,hann fór með bílinn sinn í tékk og fær hann ekki fyrr en einhverntíma eftir hádegi ég gat ekki látið hann bara vera að flækjast gangandi allan daginn í kuldanum ,ég skaust þá í blómabúð í leiðinni og lét gera blómvönd handa mínum heittelskaða eiginmanni ..það er nefnilega Bóndadagur í dag og allir "góðir" eiginmenn eiga skilið að fá blóm og eitthvað gott í kvöldmatinn ,en þar sem ég er með smá flensu þá læt ég hann nú um að versla í matinn í dag en ,læt mér batna í staðinn fyrir að vera að flækjast að óþörfu ..

Til hamingju með Bóndadaginn allir Tounge    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ertu vön að fara í vinnu veik... hm? Ég vinn til þess að hafa efni á að vera í fríi... Mundu það að kirkjugarðurinn er fullur af nauðsinlegu fólki, svo Take it easy, Girl  

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.1.2007 kl. 12:19

2 Smámynd: Ólafur fannberg

vinna veik það er klikkun....

Ólafur fannberg, 19.1.2007 kl. 12:35

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Góðan bata skvís

Vatnsberi Margrét, 19.1.2007 kl. 12:59

4 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Verðið þið heima á morgun svona ef maður hefði tíma til að kíkja loksins á ykkur

Vatnsberi Margrét, 19.1.2007 kl. 13:23

5 Smámynd: Margrét M

takk takk ..nenni nú ekki að verða nausinleg í kirkjugarðinum he he ... maður heldur alltaf að maður sé svo ómissandi í vinnuni, svo kann ég ekki að taka því rólega þegar ég er heima finn mér alltaf eitthvað sem verður að gerast akkurat núna, verð helst að vera hálf dauð til að vera til friðs........ jamm Margrét við verðum heima á morgun ..eigum engann jeppa til að vera að djöflast á ..og beinverkirnir hafa minkað svo að ég verð líklega orðin hin hressasta á morgun .......

Margrét M, 19.1.2007 kl. 14:01

6 Smámynd: Olina Kristinsdottir Gulbrandsen

Skammastu þín stelpa.. Sammála bróður þínum. Ætlarðu að smita alla vinnuélagana ? Nú er bara að háma í sig hvítlauk og C vítamín... svo verður þú "frisk som en fisk"  

Klemmm...

Olina Kristinsdottir Gulbrandsen, 19.1.2007 kl. 19:22

7 Smámynd: www.zordis.com

Batakveðjur ... Hvítlaukur .... koniak .... fullt af ferskum ávöxtum og ógó mikil ást lagar slæmt ástand!  Láttu þér batna og það er bannað að smita vinnufélaga!!!  Fólk hefur verið rekið fyrir minna en að mæta með smitpestir!

www.zordis.com, 19.1.2007 kl. 20:36

8 Smámynd: Kolla

Góðan bata og ekki minst góða helgi

Kolla, 19.1.2007 kl. 22:02

9 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

STÓRAR batakveðjur frá mér, ég þekki þetta OF vel að fara veik í vinnu, það getur enginn gert neitt eins vel og við hahah eða þannig sko. EN ég verða bara að kíkja smá rúnt hjá ykkur og lesa, það er svo gott fyrir geðheilsuna

Kær kveðja Sigrún. 

Sigrún Friðriksdóttir, 19.1.2007 kl. 23:57

10 identicon

Kulda knússsss láttu þér batna...

Bessý.... (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 13:25

11 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Takk fyrir kaffið

Vatnsberi Margrét, 21.1.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband