Færsluflokkur: Bloggar

Útilega um helgina en ekki Ljósanótt

já skellum okkur í útilegum um helgina og nýtum restina af hlýindunum sem er í veðurspánni og verðum rosalega dugleg að æfa okkur í golfi því að auðvitað verðum við best í því eins og öllu öðru he he ...viljum frekar fara á flakk heldur en að fara á Ljósanótt þó svo að það sé gaman að fara á ljósanótt líklega er þetta síðasta útilegan þetta árið þá fer að líða að því að hjólhýsið okkar fer í vetrar geymslu og bíði spennt eftir því að við náum í það næsta vor og við getum farið í fleiri útilegur ...

gangið hægt um gleðinar dyr ..góða helgi  

 


Grillveisla hjá Staðlaráði

Í gær var haldin Grillveisla heima hjá Guðrúnu forstöðumanni Staðlaráðs ,það voru grilluð fjögur læri + tilheyrandi og öllum boðið að koma mökum og börnum líka ,þetta heppnaðist mjög vel ,er gert einu sinni á ári ,  við vorum bara tvo ég og Kiddi minn því við erum barnlaus um þessar mundir sem var kanski eins gott því að börnunum sem vöru á svæðinu datt í hug að fara í rop keppni eftir að þau fengu í eftirréttinn sem var ís  og  þau drukku sprite  til að ropa  og auðvitað  ældi einn  bara upp úr þurru og var alveg hissa og annar fann lyktina af æluni og ældi líka, sem betur fer var svo gott veður að við sátum úti í garði þannig að það var hægt að smúla þetta í burtu  Hlæjandi.þeesi börn nú til dags he heÓákveðinn

 


meira um ormasalatið

Mér var sent í gær kassi frá himneskri hollustu með salati og ýmsum vörum frá þeim ,meðal annars kókosflögur sem er gott að rista á pönnu og setja yfir salat ..   annars erum við að æfa okkur á fullu í golfinu , og erum að verða bara helv.... góð nei, kanski ekki en miklu betri ,erum farin að fara sumar holur á æfingavellinum á pari ..það er nú bara ágætt Glottandivið erum svo dugleg ,,heehe ..       við eru svo auðvitað að hugsa um að fara í útilegu um helgina af því að það er svo gaman að vera í útilegu og svo er spáin bara nokkuð góð á suðvestur horninu , allavega enþá ..

 


ormaspínatið - framhald

Ég sendi meil á Himneska hollustu í gær og eftir svona tvo tíma þá hringir í mig maður frá þeim ferlega leiður yfir þessum ormi  sem ég fann og vildi nú endilega bæta mér þetta upp með einhverjum vörum frá þeim þarna hjá Himneskri hollustu ,hann lofaði að það yrði ekki spínat he he 

sjáum hvað gerist svo í dag 


Ormur

við fórum í Húsafell um helgina fengum þetta fína veður ,vorum barnlaus þessa helgi ,tengdó kom og kíkti á okkur ,við æfðum okkur í golfi og hittum Ingu,Ödda og börn nokkrum sinnum þau voru í sumarbústað og verða út vikuna ,grilluðum á nýja fína gasgrillinu okkar og fengum okkur rauðvín með steikinni bæði kvöldin , voða gaman hjá okkur en samt alltaf skemmtilegra að vera með börnin okkar með..þíðir ekkert að vera að röfla um það nema hvað þegar við vorum að borða á laugardeginum fylltar kjúklingabringur ferlega góðar ,mín bjó til ferskt salat meðal annars með spínati og fl.   en það var fxxxxxx ormur í spínatinu á diskinum hjá mér oj oj oj oj oooo það er svo ógeðslegt  hxxxxxxx kvikindið var sprell lifandi þau fá að heyra um þetta hjá himneskri hollustu þaðan er þetta spínat , það verður ekki keypt spínat á næstunni hjá mér, ulla bjakk jæja við förum heim og ákváðum að panta pizzu á dominos mega vika þið vitið en en en viti menn við fengum ferlega magaverki af þessari pizzu o o o ekki gott . það er spurning hvort að það sé megavika þegar að hráefnið liggur undir skemmdum , nei segi nú bara svona he he 


Rigning

Takk fyrir athugasemdirnar og gestabókarskrifin ykkar .

nú þarf að pæla í því hvert er hægt að fara um helgina án þess að lenda í helli rigningu ,ætli það sé í boði ? held ekki en það er þá hægt að fara eitthvað norður og fá rigningu á sunnudaginn eða eitthvað vestur humm , það er náttúrulega ekki hægt annað en að pilla sér eitthvað í útilegu, pælum betur í veðrinu á morgun og þá hvert verður farið ..    Svalur     Í sumar höfum við verið mikið á ferðinni fyrir utan það að vera mánuð í Florida ,búnin að fara tvær helgar í Húsafell eina helgi í Þakgil eina helgi í Dæli um síðustu helgi í Fossatún og verslunarmannhelginn í Skaftafell  það er nú bara nokkuð gott er haggi. misstum eina helgi úr þegar Viddi bró  hélt upp á þrítugs afmælið sitt á laugardegi og gifti sig í leiðinni ,ég er að hugsa um að semja frumvarp að lögum þess efnis að það verði bannað að vera með veislur um helgar á sumrin maður missir af góðum útilegum þetta er auddað bara ekki nógu gott..Hissa

Magni var á botninum í annað sinn í gær ,hann ætti kanski ekki að vera þar . ég get ekki gert að því mér finst hann vera heldur mikið að knúsa og kyssa stelpurnar þarna, og stundum svolið eins og drusla.ef þetta væri minn maður þá myndi ég ekki vilja eiga hann lengur ...en sem betur fer er minn maður bestur , bara svo að þið vitið það ..he he.Brosandi

 

 


Jóhann Helgi er 16 ára í dag

já hann jóhann helgi er 16 ára í dag, fer að fá æfingaleifi á bíl og svol , ekki svo ýkja langt síðan að hann var úti að leika í pollagallanum ....Til hamingju Jóhann minn ...Ferlegt hvað þessi börn eru fljót að eldast þetta verður farið að heimsækja mann á elliheimilið áður en að maður veit af ..ath ,,verið góð við börnin ykkar þau koma til með að velja handa ykkur elliheimili Óákveðinn

Við hjónin fórum í golfkennslutíma nr 2. í gær í rokinu ,já það gekk bara nokkuð vel ,Kiddi minn er nú fljótari að ná þessu en ég .en ég er samt rosalega dugleg í þessu ,he heGlottandi

það er svo sem ekki mikið að gerast í vinnunni allt að komast í gang hægt og sígandi eftir sumarfrí 


nú er það fyrsta síðan mín ..

fyrir ykkur sem komið inn á síðuna mína á þessum enda þá verð ég að segja ykkur að þetta er röng innkoma (veit ekki af hverju þetta gerist )smellið á efstu færsluna í nýjustu færslur og þið eruð komin á réttan stað .

Jæja þá er ér að hugsa um að starta þessari síðu sumir hafa verið að bíða eftir því ekki satt ??

hammÓákveðinn... Skólinn að byrja hjá börnunum ,skólasetning hjá Bjarna Frey í gær og Jóhanni í dag svo er skólasetning hjá Ölmu Glóð og Lilju Björt í dag .

Fórum í útilegu um síðust helgi á fossatúni  í borgarfirði með nýja hjólhýsið okkar, það er í annað sinn sem að við förum með það .þetta er sko allt annað að vera með svona græjur . 

já og svo erum við hjónin komin í golfkenslu ,allt lætur maður hafa sig út í, ,en viti menn þetta er nú bara ferlega gaman, erum að fara í annan tíman í kvöld,dugleg við .he he

jæja látum þetta duga í dag .

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband