Færsluflokkur: Bloggar

pælingarnar.

"minnið"hafið þið pælt í því hvað maður getur munað ótrúlega mikið af t.d. leyniorðum, kennitölum ,símanúmerum o.þ.h. svo getur maður ekki munað einföld atriði eins og t.d. nafn á manneskju sem maður þekkir eða það sem verra er ,maður man stundum ekki hvaðan maður þekkir eitthvað fólk sem heilsar manni einhvernstaðar og maður heilsar bara kurteislegra á móti en kann ekki við að spyrja hvaðan þekki ég þig . Skömmustulegur

"lífið "hverig er það ,mér finst þetta vera frekar undarlegt fyrirbæri lífið bíður manni upp á ýmislegt og stundum er frá manni tekið það sem er boðið upp á og sálin skaðast ,þá líður tíminn hægt og manni líður illa, og það getur tekið langan tíma að laga það sem aflaga fór í sálinni ( sumt er einfaldlega ekki hægt að lagfæra), en þegar allt er í stakasta lagi þá líður tíminn svo hratt að það er engu líkara en að maður sé í rússíbana ferð maður gæti misst af mikilvægum hlutum ef maður er ekki vel með á nótunumÓákveðinn.

  Þetta eru nú eitthver hluti af mínum pælingum undanfarið ..Sumar svolítið þungar þessar pælingar ekki satt , undarleg ég ,já ég veit það ..Brosandi

 


bíó og fleira

fórum  í bío í gær á "Þetta er ekkert mál " heimildarmyndina um Jón Pál, bara stórfín mynd lýsir vel skemmtilegum karakter sem Jón Páll var,þessi mynd er svolítið sorgleg í restina en það er líka bara allt í lagi .myndin er þess virði að sjá hana ,sértaklega ef að maður man eftir Jóni Páli.Brosandi

Ég hringdi eitt símtal í dag til  eins vinar hans Kidda, hann er að vinna hjá bandaríska sendiráðinu hann var innan við 5. mínútur að segja mér hvernig frænka mín ætti að geta fengið ríkisborgararéttinn sem henni vantar, ekki amalegt það .. ok þá ætti það mál að vera úr sögunn,ég er búin að skrifa henni og láta hana vita hverskonar snilldar vini við eigum og þá er bara að vita hvernig þetta gengur hjá henni..Glottandi

Kiddi skrifaði 4x4 klúbbnum bréf og sagði okkur úr klúbbnum og bað um að öll skrif sem við kæmu honum yrðu þurkuð út ( við vorum skráð undir hans nafni í klúbbin) við viljum ekki tilheyra þessum klúbb lengur þar sem að það eru orðin mikil leiðindi í kring um þetta . þeir útilokuðu okkur t.d. fyrir það eitt að þekkja tvo menn sem voru útilokaðir frá klúbbnum ,hallo, er ekki í lagi með fólk , þetta væri eins og ef að vini þínum væri stungið í fangelsi þá væri þér og öllum sem hann þekkja stungið inn líka ..humm þetta er nú bara Öskrandi doh...

Verð nú bara að bæta þessu við út af umræðum um hraðakstur og dauðaslys ,sá frétt í Blaðinu sem eflaust margir hafa lesið um rúmlega tvítugan dreng sem segist hafa misst prófið eftir að hafa verið tekin á 100 km. hraða innanbæjar og hafði áður lærbrotnað er hann velti bílnum sínum á miklum hraða,segist vera með mynd af bílnum gjörónýtum upp á vegg til að mynna sig á hvað hann slapp vel ,samt lætur hann sér ekki segjast og segist ekki stofna öðrum í hættu með þessum hraðakstri . Hann er alveg að gleyma að það eru aðrir vegfarendur en hann sem fara um göturnar . lesið þessa frétt þetta er fáránlegt  www.vbl.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1827  þetta er slóðin á forsíðu Blaðsins þetta er þar .


Bjarni Freyr var hjá okkur um helgina ,það er alltaf jafn gaman þegar hann er hjá okkur , vildi að þetta gæti verið þannig að við gætum bara verið með alla krakkana alltaf,en það er víst ekki þannig , já, það er víst svo margt sem að maður vill .fórum til Inga og Lauju á laugardaginn svo í afmæli hjá honum Magnúsi Orra í gær Kiddi komst ekki með því að fékk sér ælu pest ,svo að ég fór með krakkana(við fengum stelpurnar líka með ) í afmælið ,við borðuðum aðvitað á okkur gat og blöðruðum frá okkur allt vit . svo skilaði ég af mér öllum börnunumFýldurog fór heim til sjúklingssins míns . það varð sem sagt ekkert að því að við færum í Þórsmörk þessa helgi ......


þetta er nú fólk sem er í stjórn landsins okkar

verð að leyfa ykkur að heyra hvernig snillingar eru í ríkisstjórn ..þannig er að frænka mín en í vandræðum með ríkisborgararétt sinn þ.e.a.s. hún er ekki komin með bandaríkan ríkisborgararétt til viðbótar þeim Íslenska ,það hefur gengið illa hjá henni að fá svör í USA  og ég er eitthvað að garfa í því hvert er best fyrir hana að snúna sér  og ég sendi bréf til Bjarnar Bjarnarsonar  það er hér fyrir neðan og svo eru skrif á milli þetta er bráðfyndið .við hlógum allavega mikið af þessu í gær

fyrst er brefið sem ég sendi upphaflega.

Sæll Björn .
 
  er að velta fyrir mér hvort einhver  geti hjálpað frænku minni sem er alin upp í USA ,hún á Íslenska móðir  en bandarískan faðir ,hún er búin að koma sé út á vinnumarkaðinn , en hún er líklega að missa vinnuna vegna ríkisborgararéttsins sem hún hefur ...sendi hér með copy af því sem hún skrifaði mér.
 -------------------------------------------------------
 Now as far as my job goes, well I'm getting ready to get fired  because they just found out I don't have dual citizenship, I emailed  postur@forstjr.is and Reykjaikprotocol@stategov. and  Reykjaikconsular@stategov. and
e-mailed the Prime minster of island and one e-mailed with a little note that didn't help me .       I do know I can have dual citizenship Island just up dated that  law in the Icelandic  amendments to the Icelandic citizenship act.in July of 2003. and the
u.s.a dose allow it but wont tell people  that they have that option . I e- mailed
 some lawyers but they want me to come in without telling me if they  will help me but they want me to bring them 100.00 dollars For the visits.
what a ripe off.  So I'm waiting for the Consular to get back to me to see  want they will say to me . I want both  I don't want to lose my  Icelandic citizenship.
 ------------------------------------------------
 ég er að vonast eftir að einhver geti hjálpað henni með hvert sem hún á að snúa sér ....

og hann svarar 

Sæl Margrét. 
 Umsóknareyðublöð um ríkisborgararétt eru í dóms- og
kirkjumálaráðuneytinu. Með góðri kveðju  Björn Bjarnason

þá verð ég svolítið hissa og svara ( ætli maðurinn sé drukkin)
 ef þú hefðir lesið bréfið þá hefðir þú séð að ég er ekki að spyrja um  umsóknareyðublöð fyrir ríkisborgararétt en þakka þér fyrir... ekki  neitt..
hún hefur reynt sjálf að senda meil hingað en hún hefur ekki fengið mikil  svör

og þá kemur það skemmtilegasta svar frá Birni  

Sæl Margrét.
  Ég viðurkenni fúslega, að ég átta mig ekki á því, hvert er erindið, ef  það er ekki að fá íslenskan ríkisborgararétt. Bið þig vinsamlega að  útskýra fyrir mér, hvaða ósk hún hefur til stjórnvalda.  Með góðri kveðju  Björn Bjarnason

 He he he  og þá ég

málið er það að það hefur eyðilagt fyrir henni að hún er með Íslenskan ríkisborgararétt ,og vill vera með Bandarískan ríkisbogararétt líka ,sem sagt tvöfaldan ríkisborgararétt , ERINDIÐ ER ÞVÍ, HVERT GETUR HÚN SNÚIÐ SÉR TIL ÞESS AÐ FÁ TVÖFALDAN RÍKISBORGARARÉTT EF HENNI VANTAR BANDARÍSKAN TIL VIÐBÓTAR þEIM ÍSlENSKA .ER EINHVER HÉR Á LANDI SEM GETUR HJÁLPAÐ. Þessi kona hefur ekki komið til Íslands 30 ár og er alin upp að mestu leiti í
bandaríkjunum  ...  
með fyrir fram þökk fyrir skjót svör...
Margrét Marísdóttir.

og Björn

Því miður get ég ekki svarað því, hvert hún á að snúa sér í Bandaríkjunum, ef hún þarf að leita til stjórnvalda þar. Ef til vill getur sendiráð Íslands í Washington aðstoðað hana.

Með góðri kveðju
Björn Bjarnason

.

 vá þetta var nú ekki flókin spurnig sem ég sendi er stjórnmálamenn viðast geta flækt einfalda hluti og afgreitt án þess að vita eða skilja hvað þeir eru að gera . það er allavega mín niðurstaða. 


Woods eða svoleiðis

Við hjónakrúsidúllurnar fórum í golf í gær og í fyrradag, Kiddi er bara strax að verða brilljant golfari hann átti sérstaklega góðan dag á mánudaginn ( ferlega góður í gær líka ) og mér er nú að fara svolítið fram líka ,við erum búin að vera í þessu í tvo mánuði og eru greinilega að ná góðum tökum á þessu þó svo að við séum ekki sátt við frammistöðuna stundum,vorum nefnilega að tala við eitthvað fólk í gær á vellinum( litla korpuvellinum)og þau eru búin að vera í þessu síðan í hittifyrra og þau eru greinilega með álíka höggafjölda og ég en snillingurinn hann Kiddi minn er komin langt fram ur þeim ,ef hann hefði byrjað þegar hann var yngri þá hefði hann kanski orðið Kristberg Woods Hlæjandi . En það er eins gott að það er að koma vetur það er svo dýrt að vera alltaf á golfvellinum ..     Við erum búin að kaupa okkur ferð til London í nóvember það verður örugglega gaman ,förum auðvitað á fótboltaleik það má ekki fara til London og fara ekki á leik he he ,svo ætlum við að fara á Abba söngleikinn ,ætuðum að fara á hann í fyrra en það varð ekkert úr því þegar við vorum ó London ,veit ekki afhverju ,bætum úr því núna þá ,það er vonandi að það verði farið að slaka svolítið á öryggisreglum þegra við förum ,ég hef heyrt að það sé ekkert sérlega skemmtilegt að fara á flugvellina þarna núna .           Datt alveg óvart inn á bloggsíðu hjá einni af gömlu vinkonunum mínum henni Ólínu er búin að bæta henni í bloggara hjá mér,skemmtilegt hvað er hægt að detta inn á alveg óvart þegar maður er eitthvað að skoða blogg hjá einhverjum sem maður þekkir og dettur inn á einhvern sem maður vissi ekki af á blogginu 

myndir

það eru komnar nýjar myndir ..inni í 23 september Hlæjandi  

Helgarfléttan

fórum að borða á Italíu á föstudaginn það var bara mjög gott ,það er alltaf svo skemmtilegt að breyta til og fara eitthvað út ,fórum á vínbarinn á eftir en vorum komin heim bara eldsnemma kl 23.00,þetta er auðvitað ekki nokkur frammistaða hjá okkur en okkur þykir þetta bara yndislegt að skreppa bara svona í smá svona  .. Á laugardaginn fórum við hjónin í golf ,fórum á litla völlinn á Korpúlfstöðum og fórum tvo hringi sem gera þá 18 holur fórum völlin á svolítið meira en pari eh hemm ..Óákveðinn Á sunnudaginn fórum við svo í smá jeppatúr ,lögðum af stað kl 9 á þremur bílum þegar við vörum komin  á Hvolsvöll þá var hætt við að fara í Þórsmörk fórum þess í stað fórum við í leiðangur  keyrðum hungurfitjaleið komum við í Markarfjótsgjlúfur sem er svakalega fallegur staður  svo fórum við Krakatindaleið og svo að Heklu fórum upp á heklu og vá þvílíkt útsýni þar .það koma nýjar myndir af þessu fljótlega tókum u.þ.b 100 myndir í þessum túr ,erum nú að spá í að fara kanski í Þórsmörk þá um næstu helgi   

víkurfréttir

Þriggja bíla árekstur

All harður 3ja bíla árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Faxabrautar í Keflavík laust eftir hádegið í gær. Bifreið sem ekið var norður Hringbraut var beygt til vinstri áleiðis vestur Faxabraut í veg fyrir bifreið sem ekið var suður Hringbraut. Við áreksturinn kastaðist önnur bifreiðin á þriðju bifreiðina sem var kyrrstæð á Faxabraut. Einn ökumaður var fluttur á HSS til aðhlynningar. Meiðsl voru minniháttar. Fjarlægja þurfti eina bifreiðina af vettvangi með dráttarbifreið.

Þetta er frétt úr víkurfréttum  bíllinn sem var dregin í burtu var bíllinn hans Kristófers míns. en sem betur fer  þá slasaðist hann ekki  neitt ,hann fór nú samt á heilsugæskuna því að han var eitthvað aumur í hné og haltraði .      Manni bregður bara alltaf svo rosalega þegar það er hringt  og manni er sagt að eitthvað hafi komið fyrir börnin mans,nú er bara ár í að Jóhann fái bílpróf líka þá verða tveir af mínum börnum í umferðinni sem að maður hefur áhyggjur af . En hin börnin jú það er jafn mikið sem manni bregðu og manni er sagt að eitthvað hafi komið fyrir ,það er ekki nema örfáar vikur síðan það var hringt í mig og Bjarni hafði dottið illa á hjólinu sínu .,ég fór með hann upp á slysó og hann var ekki eins illa slasaður og á horfðist "sem betur fer" en hjálmurinn brotnaði ,það vara annar hjámurinn sem hann braut á tveimur vikum .það sýnir okkur vel hversu nauðsinlegt er að vera með hjálm en því miður sér maður mörg börn vera hjálmlaus svo ekki sé talað um fullorðna svo gæti élíka röflað um notun á hlýfum þegar börn eru á línuskautum en geymum það  kanski bæti ég því við á eftir hver veit Glottandi  


uppdate á gærdaginn

frétti í gær að við ætluðum að fara í haustlitaferð í Þórsmörk á sunnudaginn miðjuferðin er þá ekki inni í myndinni  lengur ,þannig að Ella við þurfum þá ekkert að passa okkur svo mikið ,nema auðvitað að það liggi einhver í leini í mörkinni Óákveðinn ,það er svo fallegt í mörkinni á haustinn . Ég var löngu búin að plana að fara út að borða núna um helgina ,höfum ekki farið svoleiðis síðan í vor ,nema þegar við vorum í Florida auddað,svo að Kiddi spurði hvort að hann mætti ákveða hvert við förum ,já auðvitað mér finnst bara voða gaman að vita ekki hvert við erum að fara Glottandi þetta verður væntanlega bara skemmtileg helgi .Takk fyrir þessi skemmtilegu komment . kommenntin eru nauðsinleg er haggi..

já það er nebbla það

bara ekkert að gerast hjá mér nema plokkfiskur og kjötsúpa sem er ferlega á þjóðlegum nótum svo er bara verið að sinna börnunum og hinum heittelskaða eiginmanni . verðum barnlaus um næstu helgi og þá gerum við kanski eitthvað skemmtilegt eins og að fara út að borða eða erum að spá í miðjuferðina með 4x4 ,humm veit ekki hvað við gerum .það er svo sem eitthvað að gerast í húsinu sem ég bý í en ég kem ekki til með að skrifa um það fyrr en aðeins síðar kanski 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband